is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44420

Titill: 
 • Geislaskammtar í brennsluaðgerðum og gangráðsísetningum
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Geislaskammtur (e. Absorbed dose) er mælieining sem er notuð yfir þá orku sem geislinn missir frá sér þegar farið er í gegnum efni. Til að áætla áhrif geisla er ekki nóg að vita eingöngu geislaskammt heldur þarf einnig að reikna út geislaálag. Geislaálag (e. effective dose) seigir til um hve miklar líkur eru á að geislun valdi geislasköðum eins og t.d. krabbameini. Í dag eru mismunandi aðgerðir framkvæmdar sem notast við aðstoð geislunar þar á meðal gangráðsísetningar og brennsluaðgerðir. Í brennsluaðgerðum er verið að brenna eða hita í kringum þau svæði sem valda hjartsláttartruflunum og rjúfa þar með rafleiðnina sem veldur truflununum. Gangráðsísetningar eru aðgerðir þar sem komið er fyrir gangráði sem hefur það hlutverk að leiðrétta óreglulegan hjartslátt svo hann fari aftur í réttan takt.
  Markmið: Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hver geislaskammtur er í brennsluaðgerðum og gangráðsísetningu á hjarta- og æðaþræðingastofu Landspítala við Hringbraut. Nokkur undirmarkmið, eru skráningar í skráningarbók eins og í tölvukerfinu, fór einhver geislaskammtur yfir viðvörunarmörk (e. Alert mörk), er fylgni milli eftirfarandi hluta skyggnitíma og flatargeislunar og er geislaskammtur í brennsluaðgerðum og gangráðsísetningum á Íslandi hærri en annars staðar í heiminum. Borið saman við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar erlendis.
  Efni og aðferðir: Þetta var afturvirk rannsókn þar sem gagnasöfnunin skiptist í tvo hluta: upplýsingar úr skráningarbókum og tölvukerfinu, bæði fyrir brennsluaðgerðir og gangráðsísetningar. Þessar skráningarbækur eru bækur sem starfsfólk hjarta- og æðaþræðingardeild LSH við hringbraut skráði niður geislaskammta (DAP) og skyggnitíma eftir hvert inngrip. Síðari hluti gagnasöfnunarinnar var að sækja gögn úr tölvukerfi LSH. Tímabilið sem unnið var með var allt árið 2022 og voru þessar upplýsingar skráðar niður í Microsoft Excel 2016. Niðurstöður voru síðan unnar í Microsoft Excel og tölfræðiforritinu R.
  Niðurstöður: Fjöldi rannsókna sem skoðaður var 499 gangráðsísetningar og 284 brennsluaðgerðir. Meðal flatargeislun út frá tölvukerfinu fyrir brennsluaðgerðir var 0,0017457 Gy∙m2 og fyrir gangráðsísetningar var 0,0005188 Gy∙m2. Meðal flatargeislun í skráningarbók fyrir brennsluaðgerðir var 17,586 Gy∙cm2 og fyrir gangráðsísetningar var það 5,646 Gy∙cm2. Meðal skyggnitíma í tölvukerfinu fyrir brennsluaðgerðir var 332,316 sek og fyrir gangráðsísetningar var 280,619 sek. Meðal skyggnitími samkvæmt skráningarbók fyrir brennsluaðgerðir var 5,008 mín og 3,882 mín fyrir gangráðsísetningar.
  Tilgátu próf sannaði það að því lengri sem skyggnitíminn er því hærri verður flatargeislunin.
  Ályktun: Niðurstöður gefa góða sýn á hver geislaskammturinn er í brennsluaðgerðum og gangráðsísetningum. Þessi inngrip geta verið flókin og strembin sem gæti leitt til hærri geislaskamts og lengri skyggnitíma.

Samþykkt: 
 • 24.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL - Steinunn Sheila -.pdf2.6 MBLokaður til...22.05.2026HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing-1.pdf210.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF