is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12440

Titill: 
  • Verkun og gæði heyja í stæðum og flatgryfjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aukinn áhugi er nú á stæðu og flatgryfjuverkun gróffóðurs á Íslandi. Tilgangur þessa verkefnis er að kortleggja hlut, verkun og fóðurgildi votheys í stæðum og flatgryfjum á völdum kúabúum á Íslandi sem og að kanna ástæðurnar fyrir vaxandi áhuga bænda á að verka hey í stæður. Hirðingar- og verkunarsýni voru fengin af tíu völdum kúabúum á landinu og voru bændur búanna teknir í viðtal þar sem almennar upplýsingar um búin voru skráðar auk reynslu og viðhorfs bænda til fóðurverkunarinnar. Verkun á lausu votheyi á Íslandi hefur aukist mjög á síðustu árum eða frá því að nema 2,3 % af heildar gróffóðri árið 2000 til þess að nema 21,8% árið 2010. Ástæður aukins áhuga bænda eru m.a. jafnara fóður sem þeir telja síst lakara en stórbaggahey. Þá telja bændur fóðrið fyrnast og étast betur og að kostnaður sem fylgi verkunartækninni sé minni. Meltanleiki (FEm/kg þurrefni) stæðuheyja á búum verkefnisins er að meðaltali með besta móti en próteininnihald er ívið lakara en á landsvísu.
    Þá er trénis- og steinefnainnihald gott. Þurrefni reyndist í stöku tilfellum allt of hátt en ammoníum bundið köfnunarefni var að meðaltali fremur lágt sem ber merki um góða verkun.
    Mikill breytileiki reyndist vera í rúmþyngd fóðurs á bæjunum sem var frá 239,3 - 932,3 kg/m3. Einnig var mikill breytileiki á rúmmáli stæðnanna sem var á bilinu 97 - 1131 m3.

Samþykkt: 
  • 29.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkun og gæði heyja í stæðum og flatgryfjum_Helgi Eyleifur Þorvaldsson.pdf5.98 MBOpinnPDFSkoða/Opna