is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22074

Titill: 
  • Mismunandi aðferðir að venja kálfa af mjólk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hérlendis er frjáls aðgangur að sýrðri mjólk að ná stigvaxandi vinsældum sem fóðrunaraðferð fyrir kálfa og þá sérstaklega eftir tilraunina sem Jóhannes Kristjánsson framkvæmdi árið 2014. Það hafa ekki verið gerðar tilraunir í sambandi við að venja kálfa af ótakmarkaðri sýrðri mjólk hérlendis, því var ákveðið útfrá vangaveltum sem komu upp í tilraun Jóhannesar að athuga hvernig best væri að fara að því að venja kálfa af mjólk án þess að það komi niður á vexti þeirra og heilbrigði.
    Við uppsetningu tilraunarinnar var kálfunum skipt upp í þrjár meðferðir til þess að geta borið saman hvaða meðferð kemur best út sambandi við vöxt og kjarnfóðurát kálfanna. Þar að leiðandi var skráð niður kjarnfóðurát hópanna, þungi kálfa og brjóstmál. Í hverri meðferð voru þrír hópar og tveir kálfar voru í hverjum hóp, samtals voru þetta 18 kálfar. Sjálft meðferðartímabilið var fjórar vikur, frá 8 vikna aldri til 12 vikna aldurs. Kálfar í meðferð 1 fengu tvo lítra af sýrðri mjólk einu sinni á dag í 7 daga, kálfar í meðferð 2 fengu tvo lítra af mjólk tvisvar á dag í 7 daga, síðan fengu kálfar í meðferð 3 þrjá lítra af mjólk einu sinni á dag í 7 daga. Allar meðferðir fengu frjálsan aðgang að heyi og kjarnfóðri, en kjarnfóðrið var vigtað inn og út til þess að skrá niður hvað kálfarnir átu.
    Að meðaltali þyngdust kálfar á meðferð 1 um 24 kg yfir þessar fjórar vikur og átu einnig mest af kjarnfóðri eða að meðaltali 1,9 kg á dag. Kálfar á meðferð 2 þyngdust að meðaltali um 22 kg og en átu minnst af kjarnfóðri að meðaltali, 1,6 kg á dag. Þeir kálfar sem voru á meðferð 3 þyngdust minnst eða um 21 kg yfir þessar fjórar vikur og átu næst mest af kjarnfóðri, 1,7 kg á dag. Hins vegar var ekki marktækur munur á milli meðferðanna svo ekki er hægt að álykta að ein meðferð sé betri en hinar þar sem þó nokkur munur var á milli hópa innan meðferða og einstaklingsbreytileiki var mikill.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaskil- SaraBjörk.pdf992.23 kBOpinnPDFSkoða/Opna