Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44430
Skaðleg undirverðlagning er flókið viðfangsefni á sviði samkeppnisréttar sem er álitin misnotkun á markaðsráðandi stöðu í skilningi 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Rannsókn á skaðlegri undirverðlagningu krefst heildarmats á aðstæðum hverju sinni og er þar í mörg horn að líta. Meginatriðið er þó hvort sá aðili sem rannsókn beinist að hafi verðlagt vöru eða þjónustu undir viðeigandi kostnaðarviðmiði. Verður viðfangsefnið síður en svo auðveldara viðureignar þegar flugmarkaðurinn er vettvangur ætlaðrar skaðlegrar háttsemi þar sem sérkenni markaðarins er samkeppnisyfirvöldum gjarnan erfiður ljár í þúfu.
Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er skaðleg undirverðlagning á flugmarkaði. Er markmið umfjöllunar í fyrsta lagi að leiða fram hvað felist í þeirri háttsemi og þau sérsjónarmið sem til skoðunar koma þegar flugmarkaðurinn er vettvangur hennar. Áður verður grunnforsendum fyrir beitingu 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 þó gerð skil. Í annan stað er markmiðið að varpa ljósi á og draga ályktanir af hinum svokölluðu Icelandair-málum sem eru einu málin sinnar tegundar hérlendis. Í þriðja lagi verður leitast við að svara því hvort að niðurstaða Icelandair-málanna og sú nálgun samkeppnisyfirvalda að beita staðfærðum kostnaði við mat á skaðlegri undirverðlagningu eigi sér samhljóm innan Evrópusambandsins. Verða niðurstöður ritgerðarinnar loks dregnar saman í niðurstöðukafla.
Rannsókn og umfjöllun ritgerðarinnar leiðir í ljós að sérkenni flugmarkaðarins valda því að hættara er við skaðlegri undirverðlagningu þar en á öðrum mörkuðum auk þess sem þau torvelda til muna rannsókn á slíkri háttsemi. Þá hafi í Icelandair-málunum verið mótuð þau viðmið um skaðlega undirverðlagningu á flugmarkaði sem lögð eru til grundvallar að íslenskum samkeppnisrétti en samtímis hafa þau skilið eftir grundvallarspurningar sem enn á eftir að svara. Að lokum má draga þá ályktun að beiting staðfærðs kostnaðar við mat á skaðlegri undirverðlagningu njóti lítils hljómgrunns innan Evrópusambandsins.
Predatory pricing is a complicated subject in the realm of Competition Law, and such behavior is deemed an abuse of a dominant position under Art. 11 of Competition Law No 44/2005. An examination of predatory pricing requires a case-by-case assessment where various factors must considered. The fundamental question is, however, whether the accused party's products or services were priced below a relevant cost benchmark. When the alleged harmful conduct occurs in the aviation sector, the peculiarities of that market make the examination even more difficult for competition authorities.
This thesis examines predatory pricing in the aviation market. Firstly, the aim is to clarify what such behavior entails and the factors that must be considered when predatory pricing occurs in the aviation industry. Prior to that discussion, an overview of the basic requirements for applying Art. 11 of Competition Law No. 44/2005 will be provided. Second, the aim is to shed light on the so-called Icelandair cases, which are the only cases of predatory pricing in Iceland's aviation sector. Thirdly, the aim is to determine if the Icelandair cases and the use of allocated cost as a cost benchmark are compatible with the legal practice inside the European Union. Finally, the results of the thesis will be summarized in a conclusion section.
The research reveals that the peculiarities of the aviation market mean that the risk of predatory pricing is greater in that market compared to other industries, and that assessing such behavior is substantially complicated. Furthermore, the research reveals that while the Icelandair cases largely determined the standards that apply to predatory pricing in the aviation sector under Icelandic Competition Law, they left fundamental questions unaddressed. Finally, it can be concluded that using allocated cost to the assessment of predatory pricing is not in accordance with European Union legal practice.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML-ritgerð_Samkeppni í háloftunum.pdf | 911,57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |