Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/44435
Innleiðing nýrra ESB reglna á sviði fjölmiðlafrelsis í íslenskan rétt
Tillaga að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um að koma á sameiginlegu regluverki fyrir fjölmiðlaþjónustu á innri markaðnum (European Media Freedom Act)
Skoðuð verður löggjöf á sviði fjölmiðlunar hér á landi. Hefur íslensk löggjöf verið uppfærð nægjanlega til að ná yfir nýjar áskoranir á sviði fjölmiðlunar og áherslubreytingar í dómaframkvæmd mannréttindadómstóls Evrópu? Einnig verður skoðað hvernig innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins í íslenskan rétt er háttað. Hvernig hefur íslenska ríkið staðið sig við innleiðingar ESB gerða í landsrétt og er þörf á að Ísland endurskoði oftar lagaumhverfi hérlendis hvað við kemur fjölmiðlum, með tilliti til þeirra skyldna sem íslenska ríkið ber samkvæmt þjóðarétti á grundvelli EES-samningsins? Einnig verða skoðaðar helst aðgerðir ESB sem ætlað er að styrkja frelsi fjölmiðla og þær tillögur sem finna má í drögum að reglugerð um fjölmiðlafrelsi. Hvernig samræmast hugmyndir ESB um aukna vernd fjölmiðla, það er að segja tillaga að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um að koma á sameiginlegu regluverki fyrir fjölmiðlaþjónustu á innri markaðnum (e. European Media Freedom Act), lögfestum reglum hérlendis sem ætlað er að tryggja fjölmiðlafrelsi?
Með fjölmiðlalögum nr. 38/2011 voru gerðar margvíslegar breytingar til að samræma löggjöf breyttum áskorunum á sviði fjölmiðlunar, auk þess sem innleiddar voru kröfur tilskipunar 2007/65/EB. Íslenska ríkið þarf þó að endurskoða oftar löggjöf hér á landi er við kemur fjölmiðlum, í ljósi áherslubreytinga Evrópusambandsins. Innleiða þarf því örar EES-gerðir í landsrétt hérlendis. Almennt samræmist íslensk löggjöf þeim kröfum er tillaga Evrópuþingsins og ráðsins kveður á um, með undantekningum þó. Til að ná þeim markmiðum er í fyrsta lagi þörf á lögfestingu reglna sem skylda aðila sem sinna áhorfsmælingum til að veita upplýsingar um aðferðafræði. Í öðru lagi er þörf á lögfestum reglum er gera upplýsingar um úthlutun auglýsingatekna til fjölmiðla aðgengilegar. Í þriðja lagi er þörf á lögfestum reglum um skipunartíma stjórnarmanna Ríkisútvarpsins, að brottvísanir séu rökkstuddar og tilkynntar viðkomandi aðila, ástæður uppsagna séu gerðar aðgengilegar, auk skýrra heimilda til endurskoðunarvalds dómstóla.
In this thesis will be examined how the Icelandic legislation fits the criteria of changes in the media environment. It will also be examined how the implementation directives of the European Union in Icelandic law is carried out. How has the Icelandic state handled the implementation of EU´s legislation into national law? Is there a need for reviewing the
Icelandic legal environment concerning media more frequently, with regard to conformity that the Icelandic state has under the international laws based on the EEA agreement? The EU´s actions aimed to strengthen the freedom of the media and proposals in the regulation draft for European Media Freedom Act will be examined. How does the regulation draft harmonize with the legal rules intended to ensure the freedom of media in Icelandic law?
The Icelandic state needs to review legislation more frequently in relation to the media, considering the European Union's change in focus. It is therefore necessary to quickly implement EEA legislation into the national law of Iceland. In general, Icelandic legislation
complies with the requirements stipulated by the proposal of the European Parliament and the Council, with some exceptions. In order to achieve those goals, first of all there is need of enactment of rules that oblige parties that conduct viewing measurements to provide
information on methodology. Secondly there is need of statutory rules to make information about allocation of advertising revenue for the media available. Thirdly there is need of statutory rules for the board members of the Icelandic National Broadcasting Service, that
dismissals are substantiated and notified to the concerned parties and reasons for dismissals are made publicly available, as well as clear authorizations for judicial review must be in place.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ML_Ritgerð_KristinThJonsdottir.pdf | 1.18 MB | Open | Complete Text | View/Open |