Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44440
Gildandi lagareglur um samráð keppinauta, þ.e. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og 101. gr. TFEU, hafa að geyma matskennt orðalag og þykja þær óljósar hvað varðar samstillandi háttsemi samrunaaðila. Ljóst er að samrunaaðilar skiptast með einhverjum hætti á viðskiptalega viðkvæmum upplýsingum í aðdraganda samruna. Samrunaaðilum er þó skylt að verja samkeppni eftir samrunatilkynningu og fram að samþykki yfirvalda. Texti viðeigandi lagareglna hjálpar lítið upp á skýringar hvað varðar lögmæti upplýsingaskipta samrunaaðila og réttarframkvæmd er fátækleg. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á reglur sem gilda um upplýsingaskipti samrunaaðila og bera kennsl á lögmæti slíks samráðs. Við könnun á umræddu efni var dómur Evrópudómstólsins í Altice gegn framkvæmdastjórninni áberandi. Þar staðfesti dómstóllinn ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna brots gegn 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 7. gr samrunareglugerðarinnar, sbr. 17. gr. a. samkeppnislaga. Meðal röksemda framkvæmdastjórnarinnar voru umfangsmikil og ítarleg upplýsingaskipti. Málið gefur til kynna að upplýsingaskipti samrunaaðila geti átt hlut í óheimilli framkvæmd á samruna séu þær umfram það sem nauðsynlegt er til varðveitingar á virði fyrirtækis. Þó má álykta að þetta eigi eingöngu við þegar upplýsingaskipti eru metin samhliða öðrum aðgerðum samrunaaðila sem benda til framkvæmdar á samruna. Álit Evrópudómstólsins í Ernst & Young gegn Konkurrencerådet er til frekari skýringar á gildissviði 1. mgr. 7. gr. samrunareglugerðarinnar. Af því máli er ljóst að samráðsreglur halda gildi sínu hvað varðar háttsemi samrunaaðila þegar aðgerðir þeirra leiða ekki af sér breytingu á yfirráðum til frambúðar. Mat á lögmæti upplýsingaskipta samrunaaðila byggist því alla jafna á 1. mgr. 101. gr. TFEU, sbr. 10. gr. samkeppnislaga, og þeim lagalegu sjónarmiðum sem því tengjast. Þar með skal leggja áherslu á þörf samrunaaðila til að ná því heildarmarkmiði að koma samruna til framkvæmda, að því leyti sem upplýsingaskipti þeirra teljast nauðsynleg viðbót við samruna. Að öðru leyti þykir ljóst að þörf sé á bættri lagaumgjörð til skýringar á réttarstöðu samrunaaðila.
Icelandic and EU legislation regarding coordination between competitors, i.e. Articles 10 of the Icelandic competition law no. 44/2005 and 101(1) TFEU, contain subjective language which appear vague with regards to pre-merger coordination. While the exchange of commercially sensitive information between merging parties is to be expected, merging parties are required to maintain competition following notification and until receiving clearance. Current legislation does little in identifying permissible pre-merger information exchange and legal precedent is scarce. This thesis aims to clarify the rules applicable to pre-merger information exchange as well as identify the legality of such coordination. Upon resarch, the judgment of the General Court of the European Union in Altice v. Commission was especially relevant. The court confirmed the Commission’s decision fining merging parties for violating Articles 4(1) and 7(1) EUMR, mirrored by Article 17a of the Icelandic competition law. The Commission observed extensive and detailed information exchange. The judgment implies that information exchange can play a role in prematurely implementing a merger if coordination exceeds that which is necessary to preserve the value of an undertaking. However, it may be determined that this only applies when assessing information exchange in conjunction with actions taken by merging parties that may themselves lead to an implementation of a merger. The European Court of Justice in Ernst & Young v. Konkurrencerådet sheds further light on the scope of Article 7(1) EUMR. The Court found that Article 101(1) TFEU continues to apply to actions taken by merging parties that do not bring about a lasting change of control. Thus, the legality of pre-merger information exchanged must be assessed under Article 101(1) and all supplemental legal doctrines, emphasizing the merging parties particular need to integrate, to the extent that information is ancillary to the merger. Nevertheless, it is clear that an improved legal framework is required to clarify permissible pre-merger activity.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML-ritgerð, KarlStenberg .pdf | 736.59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |