Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44451
Brandugla er útbreidd uglutegund sem lítið hefur verið rannsökuð á Íslandi til þessa, en hér hefur hún orpið síðan um 1930. Þar sem hún byggir afkomu sína að uppistöðu til á stúfmúsum erlendis er ráðgáta hver meginbráð hennar sé á Íslandi. Með GPS-merkingum og greiningum á ælubögglum á fimm mismunandi branduglum voru fæðuvenjur þeirra skoðaðar í mismunandi vistlendum. Eins og búizt var við samanstóð megnið af fæðunni af hagamús (Apodemus sylvaticus), og stærsti hluti annarrar fæðu af smáfuglum. Það sem eftir stóð utan fugla og hagamúsa voru mýs sem ekki var hægt að greina örugglega til tegunda, ásamt einni húsamús (Mus musculus). Greinilegur marktækur munur var á fæðuvali einstaklinga og fæðuvali milli vistlenda. Þrír einstaklingar voru músaveiðarar, en tveir voru fuglaveiðarar. Hæsta hlutfall af músum var veitt í graslendi, moslendi, votlendi og í skriðum og klettum, en lægsta hlutfallið var veitt í melum & sandlendi, skóglendi, hraunlendi og strandlendi. Þótt marktækur munur væri á hlutföllunum milli mismunandi vistlenda var hann ekki mikill, og vert væri að endurtaka tilrauninna með stærra úrtaki, ásamt því að athuga hvaða breytur orsaki muninn milli einstaklinga, sbr. þyngd, aldur, kyn, stærð, o.s.frv.
Die Sumpfohreule (Asio flammeus) ist eine in Island wenig untersusuchte Eulenart, obwohl dokumentiert ist, dass sie mindestens seit 1930 in Island nistet. Es ist bislang nicht bekannt, wovon sich die Art in Island ernährt, da sie in alle anderen Regionen nür Wühlmaüse jagen, die in Island nicht vorkommern. Diese Studie untersucht dann das Jagdverhalten der Sumpfohreule in Island. Mittels GPS-Sender sowie durch die Untersuchung von Eulengewöllen von fünf Individuen konnte das Jagdverhalten in Bezug auf die in Island vorherrschenden Lebensräume bestimmt werden. Die Studie ergab, dass die Nahrung der Sumpfohreule in Island vornehmlich aus Waldmäusen (Apodemus sylvaticus) sowie kleineren Vögeln oder anderen Mäusen, die nicht genauer zu bestimmen waren, besteht. Es gab einen unverkennbaren statistisches Unterschied zwischen den Individuen, sowie zwischen den Ökosystemtypen. Drei Individuen waren Mäusejäger und zwei waren Vogeljäger. Die höchsten Anteilen an Mäusen wurden eingejagt in Grünlanden, Mooslandschaft, Feuchtgebiet und Geröllen und Klippen, aber die kleinsten Anteilen waren Moränen und Strände, Waldflächen, Lavafeld und Küstenlandschaft. Obwohl es einen statistisches Unterschied gibt zwischen den Ökosystemtypen, war es nicht immens, und es wäre klug das Experiment zu wiederholen mit einer größeren Stichprobengröße, und sowie das Testen welche Variabeln zu den Unterschied zwischen Individuen beitragen könnte, zum Beispiel Gewicht, Alter, Geschlecht, Größe u.s.w.
The short-eared owl (Asio flammeus) is a unique and widely distributed owl species that has hitherto received little attention from Icelandic researchers, despite having been present here since the 1930s. As it mostly preys on voles in other countries, its main source of food is in Iceland has so far remained a mystery. Using GPS-tracking and pellet dissection of five individual short-eared owls, their feeding habits was linked with UNIS-classified ecotypes. As expected, the diet consisted mainly of wood mice (Apodemus sylvaticus), the rest consisting of small birds, undefined species of mice, and one instance of a house mouse (Mus musculus). There was a statistically significant difference in the dietary composition of individuals as well as between ecotypes. Three individuals preferred mice and two preferred birds. The highest proportion of mice were caught in grasslands, moss lands, wetlands, and screes & cliffs, with the lowest proportion of mice in moraines & sands, woodlands, lava fields, and coastlands. Although a significant difference was found between the proportions of mice in the different ecosystem types, it would be desirable to repeat the experiment with a larger sample size, as well as testing for the variables which account for the differences between individuals such as weight, age, sex, size etc.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fæðuval brandugla (Asio flammeus) í mismunandi vistlendum.pdf | 433.92 kB | Lokaður til...24.06.2023 | Heildartexti | ||
2023_05_25 11_41 Office Lens.pdf | 375.61 kB | Lokaður | Yfirlýsing |