Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/44452
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða gögn eru aðgengileg um ástand lands með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda, bindingar kolefnis, líffræðilegrar fjölbreytni og landslags. Einnig að kanna hvernig hægt er að nýta þau gögn sem eru fyrirliggjandi þegar
taka skal ákvarðanir í skipulagsmálum með hliðsjón af kolefnisbindingu, losun gróðurhúsalofttegunda, líffræðilegri fjölbreytni og landslagi.
Rannsóknin náði yfir landsvæði sem áður tilheyrði Kirkjubæjarhreppi utan þess lands sem nú telst til þjóðlendu, alls um 5100 hektara á Suðausturlandi. Svæðið var valið vegna fjölbreytileika þess og þekkingar höfundar á svæðinu. Leitað var upplýsinga í stafrænum gagnagrunnum, kortagögnum, rituðum heimildum og rannsóknum, auk þess sem viðtöl voru
tekin við staðkunnugt fólk og starfsmenn stofnana sem málið varðar. Stafræn gögn voru sett í ArcGIS forrit þar sem þau voru borin saman innbyrðis og við ritaðar og munnlegar heimildir. Frumniðurstöður vinnunnar voru bornar undir staðkunnugt fólk til að bæta gögnin
og gera kortlagninguna enn nákvæmari. Þegar endanleg kortlagning lá fyrir var gerð tillaga að því hvernig hægt er að nýta slíka kortlagningu sem grunnupplýsingar við ákvarðanatöku um landnotkun í aðalskipulagi.
Niðurstaða rannsóknarinnar er að mikið hefur verið gefið út af gögnum síðustu ár sem nýtast við slíka greiningarvinnu. Nákvæmni gagnanna er mismunandi en sífellt er verið að bæta gæði gagnagrunna og gefa út ný gögn. Með því að yfirfara gögnin með staðkunnugum einstaklingum var hægt að auka gæði kortlagningarinnar með tilliti til kolefnisbúskapar lands
út frá ástandi vistkerfa og gróðurþekju. Einnig var hægt að kortleggja land gróflega með hliðsjón af líffræðilegri fjölbreytni en þar nýttist þekking heimamanna lítið. Erfitt reyndist að kortleggja svæðið með hliðsjón af landslagi þar sem flokkun landslags innan rannsóknarsvæðisins er skammt á veg komin.
Rannsóknarsvæðið var kortlagt með tilliti til ofangreindra þátta og lögð fram tillaga að stefnumörkun um landnotkun hvers landnotkunarflokks. Markmiðið með tillögum til stefnumörkunar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu kolefnis, viðhalda eða auka líffræðilega fjölbreytni og vernda ásýnd landslags.
The aim of this study was to seek which data is available to map land areas in Iceland in
terms of emission of greenhouse gases, carbon sequestration, biological diversity, and the
conservation value of landscape. Also, to investigate how the available data can be used in
decision making in planning regarding carbon sequestration, emission of greenhouse gases,
biological diversity, and landscape.
The study area is the land that belonged to Kirkjubæjarhreppur municipality in Southeast
Iceland, beside public lands, a total of about 5100 ha. The area has highly diverse nature and
is also well known by the author. Digital databases, maps, written sources, and published
research were searched for relevant data, and employees of the concerning institutions
interviewed. Digitized data was entered into an ArcGIS program where the data was cross referenced and compared with written and oral sources. The first results of this work were
presented to local people with knowledge of the area who provided information that could
improve the data and make the mapping more accurate. Subsequently it was investigated
how such mapping could contribute to decisions regarding land use in a new municipal
development planning.
The results showed a reasonable quantity of useful data has been published in recent years.
The accuracy of the data varies, but new updates are released frequently, and some new
databases are in progress. By reviewing the data with local experts, the research area was
mapped in terms of estimated GHG emission, carbon sinks, vegetation cover and
sustainability. Classification of land regarding biodiversity value was possible from
published data, but local experts did not give more precise information. On the other hand,
it proved to be difficult to map landscape value as an appropriate classification of landscapes
for the area is not available.
The reviewed data was used to map the area regarding potential carbon sequestration, GHG
emissions, and biodiversity. Furthermore, a policy on land use for each category was
proposed, the goal of the proposal was to reduce greenhouse gas emissions, increase carbon
sequestration, maintain, or increase biological diversity and protect landscape.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Loftslags- og umhverfisvænt skipulag í dreifbýli.pdf | 3.03 MB | Open | View/Open |