is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44456

Titill: 
  • „Þú heyrir mig alveg öskra af gleði þegar ég skíða“ Hvati og upplifun fjallaskíðafólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjallaskíði hafa notið aukinna vinsælda á síðustu árum og býður íslenskt landslag upp á góðan leikvöll til slíkrar iðkunar. Ævintýraferðamennska getur verið samblanda af íþróttum, útivist, ferðalögum, framandi umhverfi og ánægju. Slík ævintýraferðamennska felur í sér áreynslu og hún gjarnan stunduð í víðernum sem eykur við áhættuna. Sýnt hefur verið fram á að bæði áhætta og óvissa um hvað aðstæðurnar bera í skauti sér er einn stærsti þátturinn sem laðar að ferðamenn til að stunda ævintýraferðamennsku en fjölmargar ástæður geta legið að baki hvata þeirra. Fjallaskíði er ein tegund ævintýraferðamennsku sem felur í sér að ganga á fjöll og skíða niður en áhættur er óumflýjanlegur þáttur. Markmið þessarar rannsóknar er að fá innsýn í hvers vegna fólk stundar fjallaskíði og kanna hverjir eru helstu öryggis og áhættuþættir í fjallaskíðaferðum. Í fræðilegum hluta rannsóknarinnar er fjallað um ævintýraferðamennsku og verður hún skoðuð í tengslum við andlega heilsu og áhættuskynjun en einnig verður farið yfir sögu fjallaskíðaferðamennsku. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafærði og tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem skipuleggja og stunda fjallaskíði á eigin vegum. Niðurstöður sýndu að helstu hvatar fólks til að stunda fjallaskíði séu náttúran, útsýnið, bætt andleg líðan, ferðalög og félagsskapur. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að helstu áhættur og öryggisþættir sem iðkendur upplifa í fjallaskíðaferðum séu snjóflóðahætta og veður, að lesa í landslag, öryggisbúnaður og ferðafélagar.

  • Útdráttur er á ensku

    Backcountry skiing has become increasingly popular in recent years, and the Icelandic landscape offers a good playground for such practice. Adventure tourism can be a combination of sports, outdoor activities, travel, exotic environments, and pleasure. Such adventure tourism involves effort, and it is often practiced in the wilderness, which increases the risk. It has been shown that both risk and uncertainty about what the situation holds is one of the biggest factors that attract tourists to adventure tourism, but there can be many reasons behind their motivation. Backcountry skiing is one type of adventure tourism that involves hiking up mountains and skiing down, but the risks involved are an inevitable factor of the experience. The aim of this research is to get an insight into why people go back-country skiing and to investigate what are the main safety and risk factors in backcountry skiing trips. The theoretical basis of the study covers discussion of adventure tourism and will be examined in relation to mental health and risk perception, but additionally, the history of backcountry skiing tourism will be reviewed. The research is based on qualitative methodology and interviews were conducted with six individuals who plan and practice backcountry skiing on their own. The results showed that people's main motivations for backcountry skiing are nature, places, improved mental well-being, travel, and companionship. Results also revealed that the main risks and safety factors experienced by practitioners in backcountry skiing trips are avalanche risk and weather, reading the terrain, safety equipment, and travel companions.

Samþykkt: 
  • 26.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44456


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjallaskiði.pdf611.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LOKAVERKEFNI.pdf317.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF