Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4445
Markmið þessarar rannsóknar er að kanna möguleikann á að nota líkan til að greina útfellingar í krossflæðis varmaskiptum, með því að nota einvörðungu mælingar sem eru í hefðbundnum rekstri varmaskiptisins, þ.e. hitastig við inntak og úttak og streymi heita og kalda vatnsins. Erfitt er að nálgast raungögn fyrir krossflæðis varmaskipta og því byggir rannsóknin á hermdum gögnum. Helmingur gagnanna er miðaður við hreina varmaskipta og hinn helmingurinn við varmaskipta með útfellingum. Útfellingar ættu ekki að greinast í hreinum varmaskipti, en ætti að greina eins fljótt og auðið er í útfelldum varmaskipti.
Kynnt er ný og alhæfðari rauntíma aðferð til að greina útfellingar, en hún tekur tillit til síbreytilegra gagna. Nýja aðferðin, sem kölluð er skilvirknis hlutfalla aðferðin (ERM), finnur þröskuld byggðan á jafnvægisástandi skilvirkninnar. Nálgunin á jafnvægisástandinu er fundin með því að beita smábylgjuummyndun eða „wavelet“ ummyndun, sem er bæði bundin í tíma og tíðni. Jafnframt er litið á hlaupandi meðaltal til að sýna fram á að nálgunaraðferðin þarf að vera vandlega valin til að greina útfellingar nægilega vel.
Stikar aðferðarinnar þurfa að vera valdir gaumgæfilega, t.a.m. skrefstærð reikniritsins eða ákvörðunin um hvort leggja eigi áherslu á tíma eða tíðni nálgunarinnar. Stikarnir eru fundnir með fjölmarkmiða bestunarreikniriti með erfðafræðilegu ívafi. ERM aðferðafræðin er borin saman við birtar niðurstöður á greiningu útfellinga með hjálp Kalman sía.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
thesis_fixed.pdf | 12,59 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |