is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44460

Titill: 
  • Ósýnileiki eikynhneigðar. Þekking og viðhorf á eikynhneigð
  • Titill er á ensku The invisibility of asexuality
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umræða um kynhneigð hefur aukist undanfarin ár en þar virðist vanta umfjöllun um eikynhneigð. Eikynhneigð er kynhneigð þar sem fólk finnur almennt ekki fyrir rómantískri eða kynferðislegri löngun gagnvart öðru fólki. Hún er oft talin vera ósýnileg í samfélagslegu umhverfi nútímans og fyrirfinnst varla í fjölmiðlum. Tilgangur verkefnisins var að kanna þekkingu og viðhorf til eikynhneigðar, en tilgátur rannsakenda voru að þekking á hugtakinu væri almennt lítil og að litlar undirtektir væru fyrir frekari umfjöllun á málefninu. Könnun sem rannsakendur sömdu var send á alla grunnnema Háskóla Íslands og deilt á Facebook-síðum rannsakenda og opnum Facebook-hópum. Samtals fengust 750 nothæf svör. Meirihluti þátttakenda voru konur á aldrinum 20-29 ára. Tilgátur rannsakenda stóðust ekki þar sem mikill meirihluti þátttakenda kannaðist við hugtakið en við því var ekki búist. Niðurstöður viðhorfsspurninga sýndu að þátttakendur voru almennt jákvæð gagnvart hugtakinu en þó mátti finna dulda fordóma í ákveðnum svörum. Augljóst er að það er grundvöllur fyrir frekari umfjöllun og sýnileika á málefnum eikynhneigðra í samfélaginu og fjölmiðlum.

Samþykkt: 
  • 26.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ósýnileiki eikynhneigðar.pdf791,7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf4,96 MBLokaðurYfirlýsingPDF