is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44482

Titill: 
  • Titill er á ensku The story of Langjökull ice tunnel
  • Sagan um ísgöngin í Langjökli
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The deformation of glacial ice is dependent on many variables which can be hard to measure. A 500-meter man-made tunnel has been constructed at 1250 m a.s.l. altitude in Langjökull glacier, Iceland. The deformation of the tunnel, the temperature of the ice and the density of the ice at several places inside the tunnel have been observed. Glacial ice behaves as a thick viscous fluid that slowly and continuously deforms under applied stress. The focus of this research project is on modelling the deformation and ice flow in Langjökull around the ice tunnel using the model Elmer/Ice to solve the Stokes equations to compute stress and velocity fields in 3D. Combining numerical modelling of the glacier with topographic measurements of the tunnel we try to get the full story of how the real movement of the tunnel and the glacier compares with the solution of the numerical model. The simulated velocities are compared to measured surface velocities and an estimate for the prefactor of the creep parameter A is determined. From the initial topographic measurements in 2015 to the latest readings in 2023, the tunnel has shifted horizontally by a distance of 91 ± 1 meters. In addition, there has been a vertical descent of the glacier at a rate of 2.8 ± 0.2 meters per year between 2015 and 2023. The results from the model and the topographic measurements give a better insight into how long this tunnel will last and how it deforms and moves in the glacier over time.

  • Aflögun jökulíss er háð mörgum breytum sem erfitt getur verið að mæla. Gerð hafa verið 500 metra manngerð göng í u.þ.b. 1250 m hæð í Langjökli. Fylgst hefur verið með aflögun ganganna, hitastigi íssins og eðlismassa á nokkrum stöðum inni í göngunum. Jökulís hegðar sér eins og þykkur seigfljótandi vökvi sem hægt og stöðugt aflagast undan eigin þunga. Áhersla þessa rannsóknarverkefnis er að skoða aflögun og ísflæði í Langjökli í kringum ísgöngin með því að nota líkanið Elmer/Ice til að leysa Stokes jöfnur til að reikna spennu- og hraðasvið í þrívídd. Með því að sameina líkanið af jöklinum og mælingar á göngunum reynum við að fá alla söguna af því hvernig raunveruleg hreyfing ganganna er í samanburði við lausn líkansins. Hermdu hraðarnir eru bornir saman við mældan yfirborðshraða og flæðistuðulinn A ákvarðaður. Frá því að göngin voru fyrst mæld árið 2015 til nýjustu mælingar frá 2023 hafa þau færst um 91 ± 1 metra lárétt. Í lóðrétta stefnu hafa göngin sigið niður í jökulinn um 2.8 ± 0.2 metra á ári frá 2015-2023. Niðurstöður líkansins og mælingar á göngunum gefa betri innsýn í hversu lengi þessi göng munu endast og hvernig þau aflagast og hreyfast í jöklinum með tímanum.

Samþykkt: 
  • 26.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44482


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sif_Petursdottir_MS_Thesis.pdf12,37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf79,9 kBLokaðurYfirlýsingPDF