Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44488
The prevalence of renewable energy and strong sales of electric vehicles make Nordic countries a positive example for climate change mitigation. Despite the positive developments, the consumption-based carbon footprint (CBCF) of the residents in these countries is still among the highest globally. This thesis aims to examine the individuals' climate-sustainability perception of their lifestyles and other sociodemographic variables in the CBCFs regarding diet, public transportation, leisure travel, vehicle possession, housing, goods and services, pets, and summer cottages. Additionally, the study examines whether the climate-sustainability perception of one's lifestyle is related to the level of climate literacy. Through a comprehensive online survey conducted across the five Nordic countries, the study collected data from over 8,000 participants regarding their lifestyle choices and attitudes toward sustainability. Bivariate and regression analyses were conducted using the Jamovi software. The results showed that up to a decent level, an increased climate-sustainability perception leads to a lower CBCF. A high level of climate literacy is a strong predictor for a high level of climate-sustainability perception. This study's insights are valuable for policymakers, highlighting the impact of increased perception on reducing carbon footprints, while underscoring the importance of climate science education and awareness-raising mitigation approaches.
Aðgengi að endurnýjanlegri orku og mikil sala rafknúinna ökutækja gera Norðurlöndin oft að jákvæðu dæmi um jákvæðar mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir jákvæða þróun er neyslubundið kolefnisfótspor (CBCF) íbúa í þessum löndum enn með því hæsta á heimsvísu. Þessi ritgerð miðar að því að kanna vitund einstaklinga á loftslagssjálfbærni lífsstíls þeirra og annarra þjóðfélagsfræðilegra breytna í CBCF varðandi mataræði, almenningssamgöngur, ferðalög í frítíma, ökutækjaeign, húsnæði, vörur og þjónustu, gæludýraeign og sumarbústaði. Auk þess skoðar rannsóknin hvort vitund um loftslagssjálfbærni lífsstíls einstaklinga tengist loftslagslæsi. Í yfirgripsmikilli netkönnun á Norðurlöndunum fimm var safnað gögnum frá yfir 8000 þátttakendum um lífsstíl þeirra og viðhorf til sjálfbærni. Tvíbreytu- og aðhvarfsgreiningar voru gerðar með Jamovi hugbúnaðinum. Niðurstöðurnar sýndu að upp að vissu marki leiðir aukin vitund um loftslagssjálfbærni til lægri kolefnisfótspors. Miklu loftslagslæsi fylgir oftast meiri vitund um loftslagssjálfbærni. Með því að greina tengslin milli vitundar um loftslagssjálfbærni og loftslagslæsi veitir þessi rannsókn mikilvægar upplýsingar sem ættu að nýtast við að þróa árangursríkar aðferðir til að stuðla að sjálfbærum lífsstíl, sem leggur áherslu á mikilvægi loftslagsvísindafræðslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Final_MS_thesis_Mara_Maczionsek.pdf | 1.81 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Enska_Skemman_yfirlysing_18.pdf | 274.67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |