is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44494

Titill: 
 • Titill er á ensku Implementing sustainability in neighborhood design in Iceland: How well does BREEAM Communities certification guide neighborhood development in Iceland toward sustainability
 • Innleiðing sjálfbærni í hönnun hverfa á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Sustainable communities are becoming increasingly important in limiting climate change, social inequality, and economic instability. Green neighborhood assessment tools have been used as a guide to help communities implement sustainability. Assessing the sustainability
  of a neighborhood is a new way of dealing with the world’s problems. Therefore, studies have demonstrated the need for further research and the adaption of sustainable assessment systems. The green neighborhood assessment system used in Iceland is BREEAM Communities. However, it has not been studied how it functions in Iceland or whether it guides communities in Iceland to sustainability. This study aims to analyze the certification of the neighborhoods in Iceland that have received a BREEAM Communities certification to understand its function in Iceland. The scoring cards of the projects were analyzed along with semi-structured interviews with the main stakeholders. Analysis of the responses demonstrates that using the BREEAM Communities system is a good checklist to implement sustainable strategies into a local development plan. However, some system issues were hard to implement into the plan. The location of the project had a big impact on their ability to achieve points. The conditions in Iceland made some issues not worthwhile. Further research is recommended to evaluate the performance of BREEAM Communities in Iceland by assessing the sustainability of the certified neighborhoods when they have been built, to see whether the sustainability issues implemented in the local development plan resulted in a more sustainable neighborhood.

 • Sjálfbær samfélög eru sífellt að verða mikilvægari þáttur í því að takmarka loftlagsbreytingar, félagslegan ójöfnuð og efnahagslegan óstöðugleika. Vistvottanir hafa verið notaðar sem leiðarvísir fyrir samfélög til þess að innleiða sjálfbærni. Að meta
  sjálfbærni hverfis er frekar ný leið til þess að takast á við vandamál heimsins. Því hafa rannsóknir sýnt fram á þörfina á frekari rannsóknum á aðferðum til að meta sjálfbærni samfélaga og aðlögun þeirra að staðbundnum aðstæðum. Vistvottunin sem hefur verið notuð til að meta sjálfbærni hverfa á Íslandi er BREEAM Communities. Það hefur þó ekki verið rannsakað hversu vel vottunin passar fyrir Ísland eða hvort hún hjálpi við að innleiða sjálfbærni í skipulögum. Þessi rannsókn miðar að því að skoða vottanir þeirra hverfa á Íslandi sem fengið hafa BREEAM Communities vottun til að skilja virkni hennar á Íslandi. Upplýsingar um stigin sem verkefnin fengu fyrir vottunina voru skoðuð ásamt því að taka
  hálfstöðluð viðtöl við helstu aðila sem komu að vottunum verkefnanna. Greining á gögnunum sýnir að notkun BREEAM Communities við hönnun hverfis er góður gátlisti til að innleiða sjálfbærni í deiliskipulag þess. Það voru þó nokkur atriði í vottuninni semverkefnin áttu erfitt með að uppfylla, staðsetning verkefnanna hafði mikil áhrif á getu þeira
  til að ná stigum. Einnig pössuðu íslenskar aðstæður á nokkrum stöðum ekki alveg við kröfur vottunarinnar. Mælt er með áframhaldandi rannsóknum til að meta frammistöðu BREEAM Communities á Íslandi með því að meta sjálfbærni hverfanna eftir að þau hafa verið byggð til að sjá hvort sjálfbærni atriðin sem voru innleidd í deiliskipulögin séu að skila sér í sjálfbærari hverfum.

Samþykkt: 
 • 30.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44494


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thesis-Katrín Hannesdóttir-2023-final.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-skemman-Katrín Hannesdóttir.jpg1.14 MBLokaðurYfirlýsingJPG