en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/445

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif mismunandi ljóslotu á kynþroska bleikju (Salvelinus alpinus, L.)
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ýmsir umhverfisþættir, s.s. ljóslota, hiti, fæðuframboð o.fl hafa áhrif á kynþro
  laxfiska. Sýnt hefur verið fram á að veigamesti þátturinn í þessu ferli er ljóslotan en
  hitastig er einnig stór áhrifaþáttur. Kynþroska ýmissa laxfiska í eldi er stjórnað með
  ljóslotu og hitastigi. Miklir hagsmunir eru fólgnir í því að geta stjórnað hrygningartíma
  og þar með framleitt hrogn oftar en einu sinni á ári.
  Ííslenskum bleikjueldisstöðvum verður ríflega helmingur heimsframleiðslu af
  eldisbleikju til. Það er mikilvægt fyrir íslenskan bleikjuiðnað að halda sterkri stöðu sinni
  ámarkaðnum. Til þess þarf að ná fram aukinni hagkvæmni í eldinu svo það geti vaxið
  enn frekar og dafnað. Framleiðsla á hrognum á mismunandi árstímum gæti verið einn
  liður í þá átt að gera íslenskt bleikjueldi hagkvæmara.
  Tilraunin hófst í júlí 2002 þegar bleikju á þriðja aldursári (2+) var komið fyrir í
  eldisrými með mismunandi ljóslotu og hitastigi. Viðmiðunarhópur (meðferð 1) var alinn
  á náttúrulegri ljóslotu og því sem næst náttúrulegu hitastigi. Fiskur í þeirri meðferð varð
  kynþroska að hausti líkt og gerist út í náttúrunni. Í meðferð 2 var ráðgert að seinka
  kynþroska um 6 mánuði. Þessi meðferð fólst í því að setja fisk á stutta ljóslotu síðsumars
  6L:18M (6 klst.ljós:18 klst. myrkur) og 5°C, á langa ljóslotu 22L:2M og 10°C frá október
  og fram í mars og svo aftur á stutta ljóslotu 6L:18M og 5°C eftir það. Stór hluti fisksins
  varð kynþroska strax sama haustið og tilraunin hófst. Í maí þegar tilrauninni lauk sýndi
  fiskur í þessari meðferð merki um að hann væri að verða kynþroska aftur. Í meðferð 3 var
  kynþroska seinkað um 3 mánuði. Fiskur í þessari meðferð var settur á langa ljóslotu
  22L:2M og 10°C og henni haldið fram í nóvember en þá var ljóslota stytt í 6L:18M og
  hitastig lækkað í 5°C. Meirihluti fiskanna varð kynþroska þegar ljóslota var stytt.
  Meðferð 4 fólst í því að halda fiski á stöðugri langri ljóslotu 22L:2M og 10°C. Vöxtur í
  þessari meðferð var mikill og tíðni kynþroska fiska lág.
  Framhaldstilraun er í framkvæmd og nú styttist í að lokaniðurstöður fáist úr henni.
  Fyrirliggjandi niðurstöður gefa til kynna að kynþroska bleikju hafi verið seinkað um 6
  mánuði. Þeirri tilraun er einnig ætlað að kanna raunverulegan ávinning af því að hafa fisk
  í eldi sem uppruninn er úr vorhrygningu í stað hausthrygningar.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/445


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ahrifmism.pdf560.56 kBMembersÁhrif mismunandi ljóslotu á kynþroska bleikju (Salvelinus alpinus, L.) - heildPDF
ahrifmism_e.pdf92.59 kBOpenÁhrif mismunandi ljóslotu á kynþroska bleikju (Salvelinus alpinus, L.) - efnisyfirlitPDFView/Open
ahrifmism_h.pdf181.13 kBOpenÁhrif mismunandi ljóslotu á kynþroska bleikju (Salvelinus alpinus, L.) - heimildaskráPDFView/Open
ahrifmism_u.pdf140.24 kBOpenÁhrif mismunandi ljóslotu á kynþroska bleikju (Salvelinus alpinus, L.) - útdrátturPDFView/Open