is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4450

Titill: 
 • Claude Lévi-Strauss. Le penseur du XXème siècle?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um ævi og störf franska mannfræðingsins Claude Lévi-Strauss
  sem fæddist 1908 og lést skömmu fyrir 101 árs afmæli sitt. Sagt er frá menntun hans
  og því sem hann taldi hafa mest áhrif á hugsun sína og áhugamál, annars vegar
  kenningar Sigmunds Freuds og hins vegar rit Karls Marx. Kenningar súrrealista,
  byggðar að hluta á athugunum Freuds, áttu þátt í að móta hugmyndir Lévi-Strauss um
  það hvernig innviðir (structure) goðsagna fylgdu tilteknum reglum. Dvöl hans í
  Brasilíu á fjórða áratug tuttugustu aldar ollu straumhvörfum í lífi hans. Hann kenndi
  félagsvísindi við háskóla þar og hugðist jafnframt kanna líf Indjána í nágrenninu, en
  sá að hann yrði að rannsaka líf þeirra hópa sem enn bjuggu allfjarri þéttbýlinu til að fá
  upplýsingar um hugmyndaheim fólks sem sáralítið var mótað af nútímasamfélagi.
  Hann fór tvær ferðir til Indjánaættbálka á Amazonsvæðinu og safnaði þar efni sem
  hann vann síðar úr í doktorsritgerð sinni um ættatengsl, og einnig eru rannsóknir hans
  þar mikilvægar fyrir öll helstu verk hans, vegna þess að þar fékk hann þann mikla
  áhuga á goðsögnum í Ameríku (og reyndar í öllum löndum) sem hann fjallaði um í
  hinu mikla verki sínu Mythologiques I–IV. Greint er frá útlegð hans á stríðsárunum í
  Ameríku þar sem hann kenndi við háskóla og kynntist hugmyndum rússneskra
  málvísindamanna, sem urðu til þess að hann velti fyrir sér hvort ekki mætti hugsa sér
  að um goðsögur giltu svipuð lögmál og þau sem ríkja í málvísindum, það er að til væri
  nokkurs konar „málfræði“ goðsagna. Reynt er að gera grein fyrir helstu hugmyndum
  Lévi-Strauss um djúpgerð sagnanna. Einnig er leitast við að draga fram hvaða
  þýðingu hann hefur haft fyrir rannsóknir í mannfræði, meðal annars með því að benda
  á að rökhugsun manna fylgir alls staðar sömu reglum. Hann er merkilegur hugsuður
  og bók hans Tristes Tropiques er allt í senn ævisögukaflar, mannfræði, heimspeki,
  ferðasaga, vistfræði og kaflar um list.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til janúar 2016
Samþykkt: 
 • 22.2.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4450


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haraldur_Olafsson_fixed.pdf255.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna