is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44501

Titill: 
  • Úr jakkafötum í GORE-TEX galla: Ástríða og hvatar frumkvöðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Frumkvöðlar, samkvæmt hinni klassísku greiningu Schumpeters, eru þeir sem koma með eitthvað nýtt, sjá tækifæri sem aðrir sjá ekki og hafa þor og getu til að koma því í framkvæmd. Þeir skapa nýjungar og hafa þannig áhrif á efnahagslífið. Ein tegund frumkvöðla eru lífsstílsfrumkvöðlar, en þeir leitast við að skapa sér atvinnu í tengslum við áhugamál sín, umfram gróða von. Megin hvati þessa hóps af frumkvöðlum er að skapa sér spennandi starf og að vinna við það sem veitir þeim lífsfyllingu. Oft eru fjölskylda og vinir fegnir með í reksturinn, en þannig er auðveldara að tvinna saman daglegt líf og atvinnu. Haraldur Örn Ólafsson er frumkvöðull sem hefur í gegnum tíðina skapað sér tekjur með áhugamáli sínu. Það hefur leitt hann til þess að stofna fyrirtæki, Fjallafélagið. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvata og ástríður frumkvöðla. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og til þess að fá dýpri skilning á ferlinu var lífsögurannsóknar aðferð beitt. Með því móti fékkst innsýn í þá hvata og ástríðu sem liggur að baki því að stofna og reka fyrirtæki í kringum áhugamál. Samhljómur er við erlendar rannsóknir, en þær gefa vísbendingar um að persónuleikaeinkenni ráði miklu um það hvaða einstaklingar gera ástríðu sína að lífsviðurværi.

  • Útdráttur er á ensku

    Entrepreneurs, according to Schumpeter's classic analysis, are those who come up with something new, see an opportunity that others don't see, and have the courage and ability to implement it. They create innovations and thus influence the economy. One type of entrepreneur is the lifestyle entrepreneur, who seeks to create a business related to their interests, rather than the hope of making a profit. The main motivation of this group of entrepreneurs is to create an exciting job for themselves and to work on what gives them fulfillment. Often family and friends are happy to join the business, but this way it is easier to combine daily life and work. Haraldur Örn Ólafsson is an entrepreneur who has created income through his hobby. They led him to start a company. The purpose of the study is to examine the motivations and passions of entrepreneurs. A qualitative research method was used, and to gain a deeper understanding of the process, a life history research method was applied. This event gave an insight into the motivation and passion behind starting and running a business around a hobby. There is harmony with foreign research, but they provide evidence that personality traits determine a lot about which individuals make their passion a living.

Samþykkt: 
  • 30.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildigunnur Guðfinnsdóttir.pdf510,75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysingHG.pdf75,03 kBLokaðurYfirlýsingPDF