Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44514
Pontin og Reptin eru prótein sem tilheyra AAA+ fjölskyldu ATPasa. Próteinin gegna hlutverkum í mörgum grunnferlum frumna en virkni þeirra er enn að mörgu leiti á huldu. Pontin og Reptin hafa meðal annars verið tengd við frumufjölgun, lifun, krabbamein og samsetningu stórsameindaflóka. Í þessu verkefni voru augnkímdiskar ávaxtaflugunnar (Drosophila melanogaster) teknir fyrir og áhrif Pontins og Reptins á glialfrumur augnkímdisksins metin. Athugað var hvort að RNA inngrip gegn Pontin og Reptin hefði áhrif á fjölda frumna og dreifingu þeirra í augnkímdisknum, ásamt því sem lifun var metin. RNA inngrip var annars vegar framkvæmt í öllum glialfrumum og hins vegar í stökum frumum. Augnkímdiskarnir voru skoðaðir undir lagsjá og gagnvinnsla framkvæmd í gegnum ImageJ. RNA inngrip gegn Pontin og Reptin í öllum glialfrumum sýndi fækkun á glialfrumum bæði í sjóntaug og inni á disknum, ásamt óreglulegri dreifingu inn á diskinn. Flugur með bælda tjáningu Pontin og Reptin klöktust ekki úr púpu og tjáning á Pontin og Reptin í glialfrumum er því lífsnauðsynleg.
Pontin and Reptin are proteins which belong to the AAA+ family of ATPases. The proteins have a variety of functions many of which involve key cellular processes, and new functions are still being discovered. Pontin and Reptin have been associated with proliferation, survival, cancer and as an important component for assembling macromolecular complexes. In this project, the eye imaginal disc of Drosophila melanogaster was observed and the effect of pontin and reptin on glial cells of the eye disc observed. RNA interference was used to observe the effect of pontin and reptin on cell number, distribution, and survival. pontin and reptin expression was knocked down in all glial cells as well as in smaller clones of cells cells. The eye discs were observed under a confocal LSM and data processing was performed with ImageJ. RNA interference against the expression of pontin and reptin resulted in decreased cell numbers, in the eye disc as well as the optic stalk, in line with previously identified roles of the proteins in cell proliferation. Survival tests showed that expression of the proteins in glial cells is necessary for survival.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-lokaritgerð.pdf | 1.3 MB | Lokaður til...01.06.2033 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing Skemma.pdf | 174.3 kB | Lokaður | Yfirlýsing |