Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44516
Inngangur: Hásinamein er algengt stoðkerfisvandamál í nútímasamfélagi, bæði hjá íþróttafólki og almenningi. Það virðist vera að álag spili lykilhlutverk þegar kemur að birtingarmynd og bataferli hásinameina. Rannsóknir sýna að skipulögð æfingameðferð er besta gagnreynda meðferðin við hásinameinum í dag. Það er hins vegar ekki ljóst hversu mikið atriði eins og tegund æfinga eða ákefð æfinga hafa að segja, því áþekkur árangur hefur náðst með mismunandi áherslum æfingaáætlana.
Markmið: Meginmarkmið rannsóknar var að kanna árhif mismunandi fjölda æfingasetta í meðferð hjá fólki með hásinamein.
Rannsóknarsnið: Slembuð samanburðarrannsókn (e. randomized controlled trial).
Aðferðir: Við upphaf rannsóknar mættu 31 þátttakendur í mælingar, 21 þeirra fengu boð íhlutun og tíu þeirra mættu. Mælingar voru endurteknar eftir 12 vikur. Þátttakendur svöruðu VISA-A-IS spurningalistanum og framkvæmdu þrjár frammistöðumælingar: styrk í einfættum kálfalyftum, einfætt hopp og úthald í einfættum kálfalyftum. Við upphaf íhlutunar var úrtakinu skipt af handahófi niður í þrjá hópa sem fengu mismunandi æfingaálag (þrjú, sex eða níu æfingasett af 15 endurtekningum). Lýsandi tölfræði var notuð fyrir almennar upplýsingar og fyrir heildaryfirlit á mælingum. Auk þess voru slembiþáttalíkön notuð til þess að bera saman hópana.
Niðurstöður: Niðustöður sýndu marktæk tengsl milli fjölda íhlutunarskipta og 1 RM vöðvastyrks (p<0,001), hoppgetu (p<0,001) og vöðvaúthalds (p<0,001) þátttakenda. Niðurstöður Spearman‘s prófs sýndu miðlungssterka fylgni á milli fjölda íhlutunarskipta annars vegar, breytingar á 1 RM vöðvastyrk yfir tímabilið (=0,519; p=0,019), og á vöðvaúthaldi (=0,520; p=0,027) hins vegar, en fylgni við breytingu á hoppgetu náði ekki marktektarmörkum (=0,434; p=0,056). Einnig fannst miðlungssterk fylgni á milli fjölda íhlutunarskipta og breytinga á VISA-A skori yfir tímabilið (=0,511; p=0,021).
Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að árangur íhlutunar yfir 12 vikna tímbil stýrist af því að fólk mæti og framkvæmi æfingaplanið. Þetta á bæði við um frammistöðumælingar og sjálfsmat á einkennum/athafnagetu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HásinameinMSlokautgafaFinal.pdf | 978.36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
undirskriftskemma.PNG | 565.27 kB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG |