is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44518

Titill: 
  • Titill er á ensku Iceland's fair share. Estimating Iceland's fair share of the emissions gap and the global carbon budget.
  • Sanngjörn hlutdeild Íslands í hnattrænum samdrætti gróðurhúsalofttegunda og kolefniskvóta til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    One of the largest issues today is climate change. The countries that bear the biggest responsibility of the climate crisis, due to their high historic greenhouse gas emissions, are mostly situated in the Global North. International treaties emphasize common but differentiated responsibilities and respective capabilities, i.e. that those that bear greater responsibility for the global crisis should also bear greater responsibility for global mitigation and adaptation to climate change, along with those that have the capabilities to do so. However, the necessary reductions in greenhouse gas emissions, to keep global warming as close to 1.5°C as possible, as stated in the Paris Agreement, have not been allocated between countries, and emissions continue to rise.
    The purpose of this thesis is to estimate Iceland’s, a rich country with high historic emissions, fair share of the 2030 and 2040 emissions gaps and its fair share of the remaining global carbon budget. The methods used were based on historical responsibility of emissions and financial capabilities. Results differ between the two analyses, giving Iceland more flexibility when considering its fair share of the emissions gaps, allowing for 31% of expected emissions in 2040 when including LULUCF emissions, but carbon negative if excluding LULUCF emissions. Iceland’s fair share of the global carbon budget, however, gives the country a negative emissions budget from 2021 onwards, by at least current emissions for a number of years. These results show that ambition regarding greenhouse gas mitigation needs to be ramped up substantially in Iceland, should the country have a chance at doing its fair share in global mitigation of climate change.

  • Ein stærsta áskorun okkar í tíma eru loftslagsbreytingar. Löndin sem bera mesta ábyrgð á loftslagsvánni, vegna mikillar sögulegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, eru aðallega þróuð iðnríki á norðurhveli jarðar. Alþjóðlegir samningar leggja áherslu á sameiginlega en ólíka ábyrgð og mismikla getu, þ.e. að þau lönd sem bera meiri ábyrgð á loftslagsvánni, beri mesta ábyrgð á mótvægis- og aðlögunaraðgerðum í loftslagsmálum og sömuleiðis þau sem hafa meiri fjárhagslega getu. Samt sem áður hefur nauðsynlegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar eins nálægt 1,5°C og hægt er, ekki verið skipt á milli landa, og heimslosun heldur áfram að aukast.
    Markmið þessarar ritgerðar er að reikna hver sanngjörn hlutdeild Íslands, ríks lands sem ber ábyrgð á hlutfallslega mikilli losun í sögulegu samhengi, af nauðsynlegum samdrætti í losun til áranna 2030 og 2040 og þeim kolefniskvóta sem eftir er til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Aðferðirnar sem notaðar voru, voru valdar þar sem þær endurspegla áherslu alþjóðlegra samninga á sameiginlega en ólíka ábyrgð og voru byggðar á sögulegri ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda og fjárhagslegri getu. Greiningarnar tvær gefa ólíkar niðurstöður, sanngjörn hlutdeild Íslands af nauðsynlegum samdrætti í losun er aðeins 69% af viðbúinni losun árið 2040 ef losun frá landi er meðtekin, en landið yrði að vera orðið kolefnisneikvætt ef losun frá landi er ekki tekin með. Aftur á móti er sanngjörn hlutdeild Íslands af kolefniskvótanum neikvæð, þ.a. frá 2021 og í fjölda ára yrði kolefnisbinding umfram kolefnishlutleysi að jafngilda a.m.k. núverandi losun. Niðurstöðurnar sýna að auka þarf metnað til muna hvað varðar mótvægisaðgerðir á Íslandi eigi landið að eiga möguleika á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við ábyrgð sína og getu.

Samþykkt: 
  • 30.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iceland's fair share - Aðalbjörg Egilsdóttir meistararitgerð.pdf754,28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf195,19 kBLokaðurYfirlýsingPDF