is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44527

Titill: 
  • Ávinningur hringrásarlausna í byggingariðnaði. Lífsferilsgreiningar og hringrásarhagkerfið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Byggingariðnaðurinn er einn umfangsmesti manngerði mengunarvaldurinn og var ábyrgur fyrir 21% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu árið 2019. Byggingariðnaðinum er lýst sem línulegu kerfi sem hefur í för með sér mikla úrgangsmyndun og sóun á auðlindum. Því þarf að innleiða hringrásarhagkerfið í byggingariðnaðinn til að minnka auðlindanotkun og lágmarka umhverfisáhrif. Hringrásareiningar geta spilað stórt hlutverk í því samhengi, með því að reisa byggingar úr forsteyptum einingum úr vistvænni steypu sem taka má í sundur og endurnota. Í verkefninu voru framkvæmdar lífsferilsgreiningar (LCA) með One Click LCA hugbúnaðinum fyrir þrjár mismunandi gerðir burðarvirkja; staðsteypt, forsteypt og hringrásarhús úr forsteyptum hringrásareiningum úr vistvænni steypu. Niðurstöður LCA voru bornar saman til að meta hvort umhverfislegur ávinningur sé í að nota hringrásareiningar. Þar að auki var fjallað um mismunandi aðferðir við að meta umhverfisávinning endurnotaðra efna í LCA. Niðurstaða greininganna sýndi fram á að hringrásarhúsið var með lægsta kolefnissporið af burðarvirkjunum þremur á fermetra, eða 197 kg CO2-íg/m2. Í samanburði var staðsteypta burðarvirkið með 224 kg CO2-íg/m2 og forsteypta burðarvirkið 216 kg CO2-íg/m2. Einnig var gerð greining fyrir hringrásarhús úr notuðum hringrásareiningum þar sem notast var við aðferð í One Click LCA til að meta umhverfisáhrif endurnotaðra efna og var kolefnisspor þess 138,5 kg CO2-íg/m2. Það minnkar losun gróðurhúsalofttegunda um 46% miðað við fyrsta notkunartíma hringrásareininganna og 50%-52% í samanburði við hefðbundna hönnun burðarvirkja. Hringrásareiningar geta því verið ein leið byggingariðnaðarins inn í hringrásarhagkerfið og til að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda í byggingariðnaðinum.

  • Útdráttur er á ensku

    The construction industry is one of the largest anthropogenic polluters and was responsible for 21% of global greenhouse gas emissions in 2019. The construction industry is described as a linear system that results in high waste generation and resource wastage. Therefore, the circular economy needs to be implemented in the construction industry to reduce resource consumption and environmental impact. Circular modular elements can play a big role in that context. A building can be constructed from precast units made of more eco-friendly concrete that can be disassembled and reused. In the thesis, life cycle assessment (LCA) were carried out with the One Click LCA software for three different types of structures; cast-in-place, pre-cast and a circular house made of pre-cast circular modular elements made of more eco-friendly concrete. The LCA results were compared to assess whether there are environmental benefits of using circular modular elements. In addition, different methods of assessing the environmental benefits of reused materials with LCA were discussed. The results of the analysis showed that the circular building had the lowest carbon footprint of the three structures per square meter, or 197 kg CO2-eq/m2. In comparison, the cast-in-place structure had 224 kg CO2-eq/m2 and the pre-cast structure 216 kg CO2-eq/m2. An analysis was also made for a circular house constructed from used circular modular elements, where the One Click LCA method was used to assess the environmental impact of reused materials, and its carbon footprint was 138.5 kg CO2-eq/m2. It reduces greenhouse gas emissions by 46% compared to the first operating time of the circular elements and 50%-52% compared to conventional structural designs. Circular elements can therefore be one way for the construction industry to enter the circular economy and minimize greenhouse gas emissions in the construction industry.

Samþykkt: 
  • 30.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ávinningur hringrásarlausna í byggingariðnaði - LSD.pdf2.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing - LSD.pdf246.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF