Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44529
Í þessari rannsókn er þróun íbúðabyggðar í dreifbýli skoðuð. Markmiðið var að kanna umfang og dreifingu íbúðabyggðar í dreifbýli með tilliti til sjálfbærrar landnýtingar og byggðaþróunar ásamt því að draga fram hvort raunuppbygging og búseta á svæðinu væri í samræmi við raunumfang skipulagsáætlana. Rangárþing ytra var valið sem tilvik og þróunin þar skoðuð yfir tuttugu ára tímabil. Megindlegri aðferðafræði var beitt þar sem gögn frá ýmsum opinberum stofnunum voru greind og þróun íbúðabyggðar í dreifbýli sveitarfélagsins kortlögð á tímabilinu 2002 til 2022. Niðurstöður leiddu í ljós að skipulögð íbúðabyggð í dreifbýli Rangárþings ytra á tímabilinu samræmdist sjálfbærri landnýtingu og byggðaþróun, en raunuppbygging og búseta var minni en umfang og dreifing deiliskipulagssvæða og ákvæði skipulagsáætlana gera ráð fyrir.
In this research, the focus is on the development of residential areas in rural areas. The objective was to examine the extent and distribution of residential areas in rural areas in relation to sustainable land use and regional development as well as to conclude if the actual construction and residence were according to the extent of existing plans. Rangárþing ytra was chosen as the case and the development in the area was examined over a period of twenty years. Quantitative methodology was used, where data from various public institutions were analyzed and the development of the municipality was mapped between 2002 and 2022. The results revealed that the planned residential areas in the rural area of Rangárþing ytra corresponded with sustainable land use and regional development, but the real construction and residence was less than the actual extent and distribution of the existing plans at the same period.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð_MÞS_Þróun íbúðabyggðar í dreifbýli _Tilviksrannsókn í Rangárþingi ytra.pdf | 1,66 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Margrét Þóra Sæmundsdóttir - Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 228,1 kB | Lokaður | Yfirlýsing |