is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44536

Titill: 
  • Áhrif massataps Grænlandsísbreiðu á sjávarstöðu umhverfis Ísland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hnattræn meðalsjávarstaða er að hækka og hefur hækkað með meiri hraða undanfarna öld heldur en fyrri aldir síðustu 3000 ár hið minnsta. Sú rúmmálsaukning sem á sér stað er annars vegar afleiðing eðlismassabreytinga sjávar, þar spilar varmaþensla stærst hlutverk. Hins vegar eykst rúmmál vegna aukins massa sjávar og eru þar mikilvægust áhrif bráðnandi jökla og ísbreiða. Sjávarstöðubreytingar vegna massaaukningar eru ekki jafnar yfir heimshöfin heldur hafa mikinn landfræðilegan breytileika vegna eðlisfræðilegra ferla sem vinna að nýju flotjafnvægi við breytta dreifingu yfirborðsfargs jarðarinnar. Talað er um þessi ferli einu nafni sem aðlögun að flotjafnvægi vegna jöklabreytinga og mikilvægust þeirra ferla má nefna breytingar í þyngdarsviði jarðar, afmyndun hinnar föstu jarðar og breytingar á snúningi jarðar. Vegna nálægðar Íslands við Grænlandsísbreiðu er landið innan áhrifasvæðis þyngdarsviðsaflögunar ísbreiðunnar sem viðheldur hárri sjávarstöðu. Áhrif massataps Grænlandsísbreiðu á sjávarstöðu umhverfis Íslands eru því lækkun þegar áhrif massatapsins á hnattræna meðalsjávarstöðu eru hækkun.
    Í þessu verkefni skoðum við áhrif massataps ísbreiðunnar á sjávarstöðu við strendur Íslands: hversu mikil getur þessi sjávarstöðulækkun orðið, verður markverður landfræðilegur breytileiki á dýpt sjávarstöðulækkunar umhverfis Ísland og hefur það áhrif á sjávarstöðulækkunina við Ísland hvernig massatapið dreifist yfir ísbreiðuna? Við notum opna forritið SELEN til að reikna sjávarstöðubreytingu með tölulegri lausn á sjávarstöðujöfnunni svokallaðri að gefnu völdu massatapi Grænlandsísbreiðu.

Samþykkt: 
  • 30.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_verkefni_Berglind.pdf4.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Berglind.pdf600.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF