is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44539

Titill: 
  • Áreiðanleiki og notagildi OpenQuake og ESRM20 við mat á jarðskjálftaáhættu á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að kanna áreiðanleika og notagildi OpenQuake hugbúnaðarins ásamt líkönum evrópska jarðskjálftaáhættulíkansins ESRM20 við að meta jarðskjálftaáhættu á Íslandi. Framkvæmdar voru fimm mismunandi áhættugreiningar með sviðsettum atburði sem svarar til Ölfusskjálftans (Mw 6.3), 29. maí 2008 og niðurstöður bornar saman við skráð tjón í skjálftanum. Fyrir fyrri hluta greininganna var stuðst við válíkan, nándarlíkan og tjónnæmnislíkan frá ESRM20. Búin voru til tvö mismunandi líkön fyrir vána, annað þar sem gert varð ráð fyrir að öll byggð væri grunduð á berg eða stífan jarðveg (jarðvegsflokkur A í Eurocode 8) en hitt þar sem gert var ráð fyrir staðbundnum mögnunaráhrifum frá lausum jarðlögum og þá stuðst við innbyggt líkan í ESRM20. Í seinni hluta greininganna voru sambærilega greiningar framkvæmdar en í þessum tilfellum var stuðst við dvínunarlíkingar og tjónnæmnisföll grundvölluð á íslenskum gögnum. Megin niðurstaða er að hægt er að nýta OpenQuake hugbúnaðinn til þess að meta jarðskjálftaáhættu á Íslandi en mikilvægt sé að vanda vel til vals á inntaksgögnunum. Fyrir þær greiningar sem stuðst var við íslensk gögn fengust niðurstöður sem voru nær raunverulegu skráðu tjóni. Líkön ESRM20 virtust vanmeta bæði tjónnæmni bygginga og hámarks yfirborðshröðun sem leiddi til lægra tjónahlutfalls en greiningar byggðar á íslenskum líkingum. Innbyggt mögnunarlíkan í ESRM20 fyrir staðbundin áhrif gaf hins vegar meira tjón en skráð tjón var. Niðurstöður verkefnisins undirstrikuðu einnig mikilvægi þess að hafa undir höndunum nándarlíkan sem er nákvæmara en það sem er í boði í ESRM20. Verkefnið sýndi fram á notagildi OpenQuake hugbúnaðarins sem er bæði notendavænn og einfaldur í notkun, en líkön ESRM20 virtust almennt leiða til vanmats eða ofmats á tjóni og er því ekki mælt með notkun þeirra við mat á jarðskjálftaáhættu á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this project was to analyse the reliability and usability of the OpenQuake software together with the models of the European Seismic Risk Model ESRM20 in assessing earthquake risk in Iceland. Five different risk analyses were carried out with a scenario event corresponding to the Ölfus earthquake (Mw 6.3), on the 29th of May 2008, and the results were compared with the observed losses done by the earthquake. In the first half of the analyses a hazard model, an exposure model, and a vulnerability model from ESRM20 were used to perform three different risk analyses. Two different hazard models were tested using the OpenQuake software, one where soil amplification effects were described by assuming that all the buildings were founded on rock or rigid soil (soil class A in Eurocode 8) and the other by using a built-in model in ESRM20. For the second half of the risk analyses similar analyses were carried out, but in those cases different combinations of using ground motion prediction equations and vulnerability functions based on Icelandic data were tested. The main conclusion is that the OpenQuake software can be used to assess earthquake risk in Iceland, but it is important to select the input data carefully and consciously. The results obtained from the analyses carried out using Icelandic data were more in sync with the recorded damage. The ESRM20 seemed to underestimate both the building‘s vulnerability and the peak ground acceleration, which led to lower damage ratio than analyses based on Icelandic data. However, the built in amplification model in ESRM20 gave more losses than the recorded losses. The results of the analyses also highlight the importance of having an exposure model that is more accurate than what is available in ESRM20. In this thesis the utility of the OpenQuake software, which is both user-friendly and simple to use, is demonstrated but the ESRM20 model generally seemed to lead to an underestimation or overestimation of losses and its use is therefore not recommended for risk analysis in Iceland.

Styrktaraðili: 
  • Verkefni er unnið sem hluti af SERICE verkefninu og er styrkt með öndvegisstyrk frá Rannís
Samþykkt: 
  • 30.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - Magdalena Guðrún.pdf3.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-yfirlysing.pdf139.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF