Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44540
Jarðhiti er mikilvæg auðlind sem nýtist á fjölmargan hátt, svo sem til húshitunar, raforkuframleiðslu og til iðnaðar. Vegna þessa hefur eftirspurn eftir jarðhita aukist með árunum. Heimildir geta þess að í nágrenni við Þurá í Ölfusi sé nokkur jarðhiti og er þar af leiðandi rökrétt að rannsaka svæðið betur. Með segulmælingum á jörðu var reynt að finna samband á milli segulfrávika og jarðhita í von um að staðsetja hvar jarðhita sé að finna í landi Þurár. Gengnir voru 89,1 hektarar með u.þ.b. 30 m millibili og segulsviðið mælt í 3,27 m hæð frá jörðu. Úrvinnsla gagnanna fór aðallega fram í Excel og með QGIS forritinu. Mælingarnar sýndu að við Eystri-Þurá, bæinn sjálfan, sé hugsanlega berggangur og að hann gæti þá verið sá sami og getið er um í eldri rannsókn við Þóroddstaðalaugar, suðvestur af landi Þurár. Einnig bentu segulmælingarnar ásamt eldri viðnámsmælingum til þess að merki um jarðhita sé að finna á suðvestanverðu svæði Þurár. Því voru settar fram tvær tillögur um svæði sem vert er að rannsaka betur. Til að fullyrða hvort jarðhita sé að finna við Þurá þarf fleiri jarðeðlisfræðilegar mælingar sem líta til annara eiginleika jarðhitasvæða. Dæmi um slíkar mælingar eru viðnámsmælingar og þyngdarfráviksmælingar sem í sameiningu geta gefið nákvæmari upplýsngar um rannsóknarsvæðið.
Geothermal energy is a crucial resource for household heating, electricity production, and industry. Demand for geothermal energy has been growing over the years. Previous studies of the vicinity of Þurá have shown that there is some geothermal activity there and therefore there is good reason to explore the area further. By using magnetic measurements on foot, an attempt to correlate magnetic anomalies and geothermal activity was made in Þurá, hoping to determine where possible geothermal prospects are. In total 89,1 hectares were examined by walking in parallel lines with approximately 30 m intervals and the magnetic field was measured at 3,27 m height above the ground. Most of the data processing was done in Excel and the QGIS mapping program. The data indicated that adjacent to the farm Eystri-Þurá, there lay a dike and that it could be the same as discovered in a previous study at Þóroddstaðalaugar, south-west of Þurá. Comparison with existing resistivity studies further indicates a geothermal spot on the southwestern part of Þurár’s territory. Therefore, two areas of interest are thought to have the potential to be explored further in hope of finding geothermal activity. Further geophysical explorations are needed to distinguish the different physical aspects of geothermal areas. Such exploration methods are resistivity and gravity measurements that work together to get more detailed information about the area.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSritgerd_KÁK.pdf | 107,96 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skjal.pdf | 59,4 kB | Lokaður | Yfirlýsing |