is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44541

Titill: 
  • Titill er á ensku Characterizing Tremor Signals of the 2015-2021 Skaftárkatlar Jökulhlaups
  • Greining á skjálftaóróa í tengslum við Skaftárhlaup 2015-2021
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The Skaftár cauldrons, a pair of surface depressions on the Vatnajökull glacier, NW of Grímsvötn, signify subglacial lakes caused by geothermal heat sources within the underlying bedrock. These subglacial lakes continuously grow in volume and produce fast-rising jökulhlaups at the glacier outlet 35-40 km away every 1-5 years. Seismic tremor events coincide with these large floods, but the exact tremor source has been unknown. This thesis provides new insight into common seismic features observed during eight jökulhlaups of varying magnitudes from 2015 to 2021, in comparison with hydrological and GPS data. Activity during the first phase of a jökulhlaup, which spans subglacial flood propagation and cauldron deepening, is very similar between all eight jökulhlaups examined. The seismic record is dominated by small transient signals, interpreted as icequakes from surface crevassing and hydrofracturing as the water propagates subglacially. Low-amplitude, low-frequency highly repetitive events were discovered during this period during several jökulhlaups, possibly relating to stick-slip motion of the glacier at the bedrock. The second phase, once most of the water has drained from the cauldrons, exhibits regional tremor. Probabilistic location methods reveal that this tremor is co-located with the cauldrons. Sustained tremor, persisting for 1.5-3 days, is interpreted as enhanced geothermal boiling or non-eruptive magma migration due to rapid depressurization of the subglacial hydrothermal system. Spasmodic, high amplitude tremor bursts with durations of 10s of minutes and a strong relationship with increased electrical conductivity also occur during this period and are interpreted as confined hydrothermal explosions.

  • Skaftárkatlar eru sigkatlar í vestanverðum Vatnajökli, norðvestan Grímsvatna. Slíkir sigkatlar myndast þar sem öflug jarðhitasvæði bræða þykkan jökulís. Jarðhitavatn safnast saman við botn jökulsins. Vatnsþrýstingur vex með tímanum vegna hækkandi vatnsstöðu, þar til vatnið brýst undan viðkomandi katli, rennur til suðvesturs 35-40 km undir jökulinum og kemur fram við upptök Skaftár í Skaftárhlaupum, á 1-5 ára fresti. Á jarðskjálftamælum má greina jarðhitasuð, smáskjálfta og sterkar óróahviður í jökulhlaupunum, sem hingað til hefur reynst erfitt að skilgreina. Með margþættri úrvinnslu gagna af fjölda jarðskjálftamæla frá átta jökulhlaupum á árunum 2015-2021, ásamt samanburði við GPS-gögn og vatnshæðarmælingar, kemur í ljós að smáskjálftavirknin tengist útbreiðslu og farvegi jökulhlaupsins á afmörkuðu svæði við jökulbotninn, þar sem ætla má að vatnið mæti fyrirstöðu þegar það brýtur sér leið undir jöklinum. Hringlaga sigsprungur myndast í yfirborði jökulsins samhliða vatnsrennsli úr viðkomandi jarðhitakatli. Jökulhlaupunum fylgir hækkandi jarðórói í þá 1,5-3 sólarhringa sem þau standa. Þessi tegund óróa kemur fram á nálægum stöðvum og er talinn tengjast snöggri þrýstingslækkun og suðu í jarðhitakerfinu undir kötlunum og hugsanlega tengslum við grunnstæð kvikuinnskot sem kynda jarðhitakerfin. Sterkar óróahviður í tugi mínútna koma fram á mælum á stærra svæði þegar líður á hlaupið og mest af vatninu hefur runnið úr kötlunum. Marktæk hækkun á leiðni í Skaftá tengist þessum óróahviðum, sem hafa upptök við katlana og verða sennilega vegna einhvers konar gufusprenginga, mögulega vegna kvikuhreyfinga í tengslum við þrýstingslækkun í jarðhitakerfinu.

Samþykkt: 
  • 30.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSthesis_Vanderhoof2023.pdf41,98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Enska_Skemman_yfirlysing_18.pdf305,27 kBLokaðurYfirlýsingPDF