Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44543
Á Íslandi slasast árlega um 30-35 þúsund börn á aldrinum 0-18 ára. Börn á aldrinum 0-4 ára eru þó í mestu slysahættunni. Umönnunaraðilar bera ábyrgð á því að huga að öryggi barna. Mikilvægt er að hafa ávallt eftirlit með börnum þar sem slysahættur geta leynst á ýmsum stöðum, þar á meðal í verslunum. Slys tengd innkaupakerrum eru algeng og eiga sér stað um allan heim. Áætlað er að um 25–31 þúsund börn slasist árlega í Bandaríkjunum í slysum tengdum innkaupakerrum. Slysin geta gerst á margskonar hátt, til dæmis geta börn dottið úr kerrum. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga langtímaáhrif inngrips, sjónrænt áreiti, á áhættuhegðun umönnunaraðila í sambandi við innkaupakerrur. Markhegðun rannsóknarinnar var þegar börn voru í innkaupakerru, þ.e. þeim hluta sem er ætlaður vörum. Inngripið var plastskilti með mynd af barni ofan í kerru með bannmerki yfir og texta. Endurteknar mælingar fóru fram í fjórum verslunum á höfuðborgasvæðinu. Tíðnimæling var gerð á markhegðun fyrir hverja verslun fyrir sig. Einnig var staða á inngripi athuguð, hlutfall kerra með skilti. Niðurstöður leiddu í ljós að áhrif inngrips er enn til staðar. Hlutfall kerra með skilti var breytilegt eftir verslunum. Tíðni markhegðunar var einnig mismikil. Tíðni markhegðunar var lægri þegar hlutfall merktra kerra var hærra. Það gefur til kynna að inngripið hafi áhrif á markhegðunina.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Öryggi barna í innkaupakerrum_Langvarandi áhrif sjónræns inngrips.pdf | 653,96 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_ Breki.pdf | 356,77 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Yfirlýsing_Jóna.pdf | 229,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Yfirlýsing_Xenia.pdf | 200,75 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Yfirlýsing_Írena.pdf | 200,75 kB | Lokaður | Yfirlýsing |