is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44547

Titill: 
  • Titill er á ensku The Sustainability of More Leisure Time: An Exploration of the Relationship between Working Time, the Carbon Footprint, and Well-being in the Nordic Countries
  • Sjálfbærni aukins frítíma: Rannsókn á tengslum vinnutíma við kolefnisfótspor og vellíðan á Norðurlöndunum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Carbon-intensive lifestyles and consumption patterns are major drivers of climate change and are particularly prevalent in affluent countries like the Nordic countries. Demand-side climate change mitigation solutions which tackle this issue must be considered along with supply-side solutions, though they have up until now largely been ignored by policymakers. One such solution is working time reduction, which is said to promote low-carbon lifestyles while providing well-being co-benefits. An online survey with approximately 7500 respondents in the Nordic countries was used to examine the relationship between, firstly, working time and the carbon footprint, and secondly, working time and well-being. Carbon footprints were calculated through eight consumption domains, and three well-being indices were obtained via factor analysis. Bivariate and regression analyses were conducted on total and domain-specific footprints and well-being indices. The study found evidence to support part-time work to reduce carbon footprints, especially through decreased private vehicle emissions, less carbon-intensive consumption of goods and services, and less leisure travel. Surprisingly, housing footprints increased with shorter working time. The analysis suggests that a synergistic relationship exists between more free time and lower incomes in reducing carbon footprints, leading to greater reductions than income reductions alone. Although the study did not find evidence of improved well-being associated with reduced working time, limitations in the study design raise questions about reverse causation. Future research using longitudinal and qualitative methods, focusing on work reducers, is recommended. Additionally, policymakers should consider various aspects of the work environment when designing working time reduction policies.

  • Áhrif kolefnisfreks lífsstíls og neysluvenja á loftslagsbreytingar eru mikil. Í auðugum löndum, líkt og Norðurlöndunum, er þetta sérstaklega stórt vandamál. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda gegn losun gróðurhúsalofttegunda reiða sig mestmegnis á tæknilausnir, og beina spjótum sínum því að framleiðslu. Á meðan hafa eftirspurnarmiðaðar mótvægisaðgerðir verið virtar að vettugi, þrátt fyrir að geta skipt sköpum fyrir loftslagsmarkmið. Stytting vinnutíma hefur verið velt upp sem einni slíkri eftirspurnarmiðaðri lausn, sem hefur einnig þann kost að geta falið í sér aukin lífsgæði. Netkönnun með um 7500 svarendum á Norðurlöndum var notuð til að kanna tengslin milli, í fyrsta lagi vinnutíma og kolefnisfótspors, og í öðru lagi vinnutíma og huglægri vellíðan. Kolefnisfótspor voru samansett úr átta neyslusflokkum, en þrjár vellíðunarmælingar fengust með þáttagreiningu. Tvíbreytu- og aðhvarfsgreiningar voru gerðar á bæði neysluflokka- og heildarkolefnisfótsporum, sem og vellíðunarmælingunum þremur. Niðurstöður benda til þess að stytting vinnutíma minnki kolefnisfótspor, sérstaklega vegna minni losunar frá einkabílnum, kolefnislægri neyslu á vöru og þjónustu og fækkun ferðlaga. Hinsvegar jókst húsnæðisfótspor töluvert með styttri vinnutíma. Greiningin bendir til þess að samverkandi tengsl séu á milli meiri frítíma- og tekjuskerðingar við að minnka kolefnisfótspor. Þetta þýðir að stytting vinnutíma lækkar kolefnisfótsporið meira en tekjuskerðing ein og sér. Rannsóknin fann ekki vísbendingar um bætta líðan með styttri vinnutíma, en þar gætu öfug orsakasambönd átt að sök sem rekja má til rannsóknarsniðsins. Framtíðarrannsóknir ættu að tileinka sér langsniðsgreiningar- og eigindlegar aðferðir. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að stefnumótendur þurfa að huga að ýmsum þáttum vinnuumhverfisins við styttingu vinnutíma, ef markmiðið er minni losun og bætt vellíðan.

Samþykkt: 
  • 30.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TheSustainabilityofMoreLeisureTime_Bjork_Emilsdottir.pdf2.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf325.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF