is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44553

Titill: 
  • Bakreiningur vaxtar murtu (planktivorous Arctic charr Salvelinus alpinus) úr Þingvallavatni 2019 og 2022
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Murta er ein af fjórum afbrigðum af bleikju (Salvelinus alpinus) sem finnast í Þingvallavatni. Murtur hafa verið mikið rannsakaðar og meðal annars hefur verið fylgst með vexti þeirra. Margir þættir, bæði ólífrænir og lífrænir, hafa áhrif á vöxt fiska og af því að umhverfisþættir hafa áhrif á vöxt þeirra breytist vöxtur þeirra oft milli ára. Markmið verkefnisins var að auka þekkingu á vext murtu í Þingvallavatni og sjá hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað í vexti þeirra síðastliðin ár. Rannsóknin var gerð í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur séð um vöktun á lífríki og efna- og eðlisþáttum í vatnsbol Þingvallavatns ásamt ástandi á hrygningarstofni murtu síðan árið 2007. Vöxtur murta, sem voru veiddar í rannsóknarveiðum árin 2019 og 2022, var bakreiknaður útfrá myndum sem voru teknar af kvörnum þeirra. Síðan var borið saman vöxt murtanna milli veiðiáranna. Murturnum var einnig skipt upp í klakárganga, 2009 - 2017, og vöxtur klakárganganna var borinn saman. Niðurstöður sýndu að murtur sem voru veiddar árið 2019 uxu hraðar en þær sem voru veiddar árið 2022 og að murtur sem voru fæddar árin 2012, 2013 og 2014 uxu hraðar en murtur í hinum klakárgöngunum.

  • Útdráttur er á ensku

    Murta (planktivorous charr) is one of the four morphs of Arctic charr that is found in Þingvallavatn. Murta has been the subject of numerous studies and focus has been on monitoring their growth. Many factors, both abiotic and biotic, can influence fish growth and because environmental factors can be strong, their growth often changes between years. The goal of this project was to increase knowledge about the growth of murta in Þingvallavatn and to see if any changes have occurred in their growth in recent years. The research was done in cooperation with Náttúrufræðistofa Kópavogs which has been monitoring the ecosystem and chemical and physical factors of the water body of Þingvallavatn along with the condition of the spawning stock of murta since 2007. The growth of murta, caught during reasearch fishing in 2019 and 2022, was back-calculated based on pictures taken of their otoliths. Then, the growth of the murta from the two fishing years was compared. The murta were also divided into age-classes, 2009 - 2017, and the growth of the age-classes was compared. Results showed that murta caught in 2019 grew faster than those caught in 2022 and that murta born in 2012, 2013 and 2014 grew faster than murta from the other age-classes.

Samþykkt: 
  • 31.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ritgerð Líffræði 2023.pdf4,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf162,05 kBLokaðurYfirlýsingPDF