is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44562

Titill: 
  • Breytt vörustjórnun hjá BYKO - greining á kostnaðarbreytingum og umhverfisáhrifum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni voru áhrif breytinga á hillueiningum í verslun BYKO í breiddinni rannsökuð í tengslum við breytta áfyllingartíðni í hillum verslunarinnar og áhrif þess á kolefnisspor fyrirtækisins. Ásamt þessu var einnig skoðað hvernig áhrif áfyllingartíðnin hefði á tínslukostnað. Markmið BYKO er að draga úr kolefnisspori sínu í samræmi við markmið Íslands og því er mjög mikilvægt að skoða hvernig litlar breytingar á áfyllingartíðni gætu leitt af sér breytingu á kolefnisspori. Verkefnið var unnið úr fyrirliggjandi gögnum sem fengust frá BYKO ásamt öðrum upplýsingum sem fengust úr óformlegum viðtölum við BYKO, Bakkann og Eimskip. Ásamt þessu, voru fræðigreinar notaðar og jöfnur úr þeim nýttar í útreikninga. Fyrst voru gerðar greiningar á öryggisbirgðum og pöntunarpunkti og svo áfyllingartíðni fundin fyrir og eftir breytingar. Niðurstöður á breytingu áfyllingartíðni voru svo notaðar til þess að skoða breytingu á tínslukostnaði ásamt næmnigreiningu á tínslukostnaði. Loks var breyting á kolefnisspori skoðað út frá breyttri áfyllingartíðni. Helstu niðurstöður voru þær að áfyllingartíðni, tínslukostnaður og kolefnisspor lækkaði fyrir vöruflokkana sem voru greindir. Þetta gæti stafað af meira hilluplássi fyrir vörurnar sem leiðir af sér að ekki er þörf á því að fylla á hillurnar jafn oft og því pantað meira magn í einu. Þetta leiðir af sér að tínslukostnaður á hverja vöru lækkar og kolefnisspor einnig.

  • Útdráttur er á ensku

    In this thesis, the effects of changes to the shelving units in BYKO breiddinni were examined in regards to the changing replenishment frequency and its effect on BYKOs carbon footprint. Along with this, the effect of the replenishment frequency on picking cost was examined. One of BYKOs goals is to lower its carbon footprint in accordance with Icelandic goals and is thus of great importance to examine how small changes to replenishment can cause changes in the carbon footprint. Available data from BYKO was used along with information from informal interviews with BYKO, Bakkinn and Eimskip. Information from scientific articles were also used in calculations. Safety stock and reorder point were analyzed and used to calculate the replenishment frequency after the changes and then compared to the before state. The changes in replenishment frequency were then utilized to assess the changes in picking cost. Finally, the changes to the carbon footprint could be assessed based on the changes in replenishment frequency. The main findings were that the replenishment frequency, picking cost and carbon footprint decreased for the product groups that were analyzed. This could be caused by increased shelve space for the products that leads to decreased refills and thus allows for ordering in larger quantities at once. This results in decreased picking cost per product and carbon footprint.

Samþykkt: 
  • 31.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breytt vörustjórnun hjá BYKO - Brynhildur Helga - lokaútgáfa.pdf689.5 kBLokaður til...30.05.2028HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf909.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF