Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44567
Skeiðarárjökull er skriðjökull á suðvesturhluta Vatnajökuls sem rennur niður á Skeiðarársand. Skeiðarárjökull er bæði framhlaupsjökull (vestanverður) og jafngangsjökull (austanverður). Hann hleypur fram nokkuð reglulega að vestan á nokkra ára fresti og sækir fram og hörfar í takt við loftlagsbreytingar að austan. Á Íslandi hefur verið nær stöðug hörfun jökla síðan árið 1995(Áslaug Geirsdóttir og fl.,2009). Almennt séð eru jöklar næmir fyrir loflagsbreytingum (Helgi Björnsson og Finnur Pálsson, 2008). Hvort þeir eru meira næmir fyrir lofthita eða úrkomu er mismunandi en staða hörfunargarða þeirra endurspegla að hluta veðurfar á þeim tíma sem þeir mynduðust við. Í dag tölvutækninnar er einfalt að nálgast gervihnattamyndir af stöðu jökulsporða en sú tækni nær alls ekki svo langt aftur í tímann. Hörfunargarðar ásamt veðurgögnum endurspegla hins vegar söguna langt aftur í tímann. Markmið þessarar rannsóknar var að kortleggja hörfunargarðana framan við Skeiðarárjökul þar sem hann er jafngangsjökull og skoða tengsl hörfunar hans við sumarlofthita og úrkomu. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á að tengsl eru á milli hörfunargarða og bæði lofhita að sumri til og úrkomu. Viðbragðstími Skeiðarárjökuls virðist vera heldur stuttur því taftími hans er einungis eitt ár.
Skeiðarárjökull is an outlet glacier stretching southwest of Vatnajökull ice cap to Skeiðarársandur in Iceland. Skeiðarárjökull is both a surging (on the west) glacier and a non-surging (on the east) glacier. He surges quite frequently on the west side (every few years) but advances and retreats in relations to climate on the east. There has been almost steady retreat of glaciers in Iceland since 1995 (Áslaug Geirsdóttir et. al., 2009). Glaciers are in general sensitive to climate (Helgi Björnsson and Finnur Pálsson, 2008). Whether if they are more sensitive to summer temperatures or precipitation varies but the position of their linear moraines represents partly the climate of the time they formed. Today with new computer technology satellite images of the glacier terminus are easily accessible but such technology does not look very far back in time. Glacial linear moraines do on the other hand go far back in time as well as meteorological data. The objective of this research is to map the moraines in front of east Skeiðarárjökull where he does not surge and look for relation from the moraines with summer temperature as well as precipitation. The results show that there is relation with both summer temperatures and precipitation to linear moraines. Skeiðarárjökull´s delay time to climate seems rather short but it is just about one year.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hörfunargarðar við Skeiðarárjökul.pdf | 2.63 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing.pdf | 105.77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |