is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44569

Titill: 
 • Ólínuleg greining á steyptum stoðveggjum með einingaraðferðinni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Byggingaframkæmd við brú getur verið langt og kostnaðarsamt ferli og því er æskilegt að leita allra leiða til að hagræða. Þróuð hefur verið ný tenging við hönnun á landstöplum fyrir brýr með það sem markmið að stytta verktíma á verkstað. Almennt eru landstöplar byggðir þannig að sökkull og stoðveggur eru staðsteyptir með tilheyrandi mótauppslætti og tveimur dögum í steypuvinnu.
  Hugmyndin með nýju tengingunni er stytta framkvæmdarferlið með því að forsteypa stoðveggseiningar og stinga þeim í sökkulmót áður en sökkull er steyptur. Með þessu móti er landstöpull steypur í einu lagi. Haustið 2022 voru gerðar tilraunir í tilrauna húsnæði Háskóla Íslands þar sem prófstykki fyrir bæði hefðbundin staðsteyptan landstöpul og stöpul með forsteyptri einingu voru álagsprófuð. Færslur, kraftar og streitur
  voru mældar í prófunum.
  Meginmarkmiðið í þessu verkefni var að búa til ólínulegt reiknilíkan byggt á einingaraðferðinni til að herma tilraunaniðurstöðurnar.
  Líkanið var byggt upp í opna hugbúnaðnum OpenSees sem er þróaður í háskólanum í Berkeley (The University of California, Berkeley). Líkangerð með forritinu var líka sannprófuð með því að herma tilraunaniðurstöður fyrir einfalt studdan bita áður en hafist var handa við líkangerð fyrir stoðveggina. Greining stoðveggjanna var bæði útfærð með trefjaþversniðslíkani og bitastangarlíkani.
  Trefjaþversniðslíkan hentar ekki til að herma svörun þar sem skerformbreytingar og skersprungur eru ráðandi í brotmynd á meðan bitastangaraðferðin er þróðuð sérstaklega til að glíma við slík tilvik.
  Fjöldi mismunandi líkanútfærslna og efnislíkana voru prófuð. Færslustýrð greining með trefjaþversniðslíkani þar sem notaðar voru færslugrundvallaðar bitaeiningar gaf bestu niðurstöðuna. Sérstaklega góðar niðurstöður fengust fyrir prófstykkið með forsteyptu veggeiningunni.

Styrktaraðili: 
 • Vegagerðin
Samþykkt: 
 • 31.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44569


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólínuleg greining á steyptum stoðveggjum með einingaraðferðinni.pdf8.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Skemman- Stefán Grímur Sigurðsson.pdf195.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF