Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44574
Inngangur: Fyrri rannsóknir benda til að samræmi foreldra og unglinga varðandi athyglisbrest með ofvirkni/hvatvísi (ADHD), mótþróaþrjóskuröskun og hegðunarröskun sé takmarkað. Því er mælst til þess að fá upplýsingar frá foreldrum, ungling og jafnvel frá fleiri aðilum. Einnig ætti að notast við bæði spurningalista og greiningarviðtöl við söfnun upplýsinga í greiningarferli. Í þessari rannsókn er samræmi unglinga og foreldra þeirra varðandi greiningar á ADHD, mótþróaþrjóskuröskun og hegðunarröskun skoðað nánar. Einnig var kannað samræmi þeirra varðandi einkenni á þessum röskunum og kannað hvort að kyn og aldur hafi áhrif á samræmi.
Aðferð: Í rannsókninni voru 103 þátttakendur á aldrinum 12-18 ára og foreldrar þeirra sem voru í þjónustu eða á biðlista eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans eða Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Þátttakendur voru boðaðir í K-SADS-PL greiningarviðtal þar sem matsmenn tóku unglinga og foreldra þeirra í viðtal sitt í hvoru lagi. Þátttakendur svöruðu líka spurningalistum um einkenni geðraskana. Foreldrar svöruðu Child Behavior Checklist og unglingarnir svöruðu Youth Self-Report áður en þau komu í viðtalið.
Niðurstöður: Samræmi foreldra og unglinga fyrir ADHD, mótþróaþrjóskuröskunar og hegðunaröskunar greiningar var á bilinu lélegt til sæmilegt. Samræmi fyrir einkenni röskunar var líka á bilinu lélegt til sæmilegt. Stelpur og foreldrar þeirra höfðu hærra samræmi fyrir allar raskanirnar en strákar og foreldrar þeirra. Eldri unglingar og foreldrar þeirra höfðu hærra samræmi varðandi einkenni hegðunarröskunar.
Niðurstöðurnar benda til að það sé mikilvægt að fá upplýsingar um einkenni frá bæði börnum og unglingum en gott er að taka tilit til þess að svör stúlkna og foreldra þeirra hafa hærra samræmi en hjá drengjum.
Introduction: Previous research suggests that parent-youth agreement for Attention-Deficit / Hyperactivity Disorder, Oppositional defiant disorder, and Conduct disorder is limited. It is therefore recommended to use a multi-informant, multi-method approach. In this research, the parent-youth agreement is studied for Attention-Deficit / Hyperactivity Disorder, Oppositional defiant disorder, and Conduct disorder. Agreement on symptom level was also more closely looked at, as well as seeing if age and gender are moderating variables.
Method: There were 103 participants aged 12-18 years old and their parents from two outpatient units, BUGL and Litla Kvíðameðferðarstöðin. Participants were interviewed using the K-SADS-PL, adolescents and their parents were interviewed separately. Before being questioned, participants assessed the symptoms using the Child Behavior Checklist for the parents and Youth Self-Report for the adolescents.
Results: Parent-Youth agreement for diagnosis ranged from poor to fair. Parent-Youth agreement on symptom level also ranged from poor to fair. Girls and their parents were more in agreement than boys and their parents. Older adolescents and their parents were more in agreement regarding the symptoms of Conduct disorder.
These results demonstrate the importance of the multi-informant, multi-method approach but it can be noted that parent-youth agreement is higher for girls and their parents.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thorleifur.Baldvinsson.Lokaverkefni.pdf | 222,53 kB | Lokaður til...01.06.2029 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 173,09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |