is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44575

Titill: 
  • Að leiða stafræna vegferð: áskoranir stafrænna leiðtoga hjá Reykjavíkurborg
  • Titill er á ensku Leading a Digital Journey: Challenges of Digital Leaders at the City of Reykjavik
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skilja betur hvernig best er að leiða stafræna umbreytingu innan skipulagsheilda. Rannsóknarspurningin var: Hverjar eru helstu áskoranir sem stafrænir leiðtogar takast á við í stafrænni vegferð? Rannsóknin er tilviksrannsókn sem framkvæmd var með eigindlegri rannsóknaraðferð. Niðurstöðurnar eru byggðar á hálf-stöðluðum viðtölum við stafræna leiðtoga og æðstu stjórnendur sem tekin voru á tímabilinu júlí 2021 til september 2022. Tilvik rannsóknarinnar er stafræn vegferð Reykjavíkurborgar og er sérstakt að því leyti að ekki hefur verið rannsakað áður hvernig það reynist að ráða stafræna leiðtoga innan hverrar einingar skipulagsheildar til að leiða stafræna vegferð. Niðurstöður úr viðtölum við stafrænu leiðtogana leiddu í ljós að helstu áskoranirnar má greina í sex þemu sem eru umfang, viðhorf til breytinga, tækniskuld, fjármögnun, opinber stjórnsýsla og hlutverk. Frekari þemagreining sýndi fram á sextán undirþemu sem innihalda ólíkar áskoranir sem má rekja til innri og ytri þátta ásamt þátta sem tengjast ferlinu. Stafrænu leiðtogarnir upplifðu öll svipaðar áskoranir. Helstu áskoranir sem þau glímdu flest við gegnum allt ferli rannsóknarinnar má kjarna í óvissu annars vegar og skorti á trausti hins vegar. Erfitt er að leggja mat á hvort sú leið sem farin var að ráða inn stafræna leiðtoga sé betri en að fela stafrænu vegferðina einungis því starfsfólki sem þegar starfar í einingunni. Stafrænir leiðtogar sem ráðnir voru skilja þó vel markmið stafrænu vegferðarinnar og hafa hæfni og bakgrunn til að innleiða hana og líta verður svo á að ráðning þeirra sé rétt skref í því að hefja farsæla stafræna vegferð.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research was to examine the most effective approach to leading digital transformation in organizations. The research question was: What are the primary challenges that digital leaders encounter during a digital journey? This is a case study conducted with a qualitative research method. The results are based on semi-structured interviews with digital leaders and senior managers conducted between July 2021 and September 2022. The study focused on the digital journey of Reykjavik city, its uniqueness is that it examines the process of hiring digital leaders for each unit within the organizations. The findings reveal that digital leaders face six main challenges: scope, adaptation mindset, technical debt, funding, public administration and roles. Further thematic analysis revealed sixteen sub-themes, encompassing different challenges attributable to internal and external factors as well as factors related to the process. The digital leaders all experienced similar challenges, and the primary challenges that all digital leaders faced throughout the research process are uncertainty and lack of trust. Assessing the effectiveness of hiring digital leaders versus entrusting existing staff to lead the digital journey presents a challenge. However, the hired digital leaders understand the journey's goals and possess the necessary skills and background to implement it successfully. As such, hiring them can be considered a fundamental step towards achieving success in the digital journey.

Samþykkt: 
  • 31.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kbb-skemman.pdf124.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF
ad-leida-stafraena-vegferd-meistararitgerd-kbb.pdf1.45 MBLokaður til...01.06.2028HeildartextiPDF