Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44583
Hugtakið fjárfestingarráðgjöf er skilgreint í lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga en ritgerðin fjallar um hugtakið eins og það birtist í lögum og dómaframkvæmd og þau hugtaksskilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að tiltekin háttsemi teljist vera fjárfestingarráðgjöf. Markmiðið er að skýra og lýsa inntaki hugtaksins og gera grein fyrir því hvenær ráðgjöf telst vera ófullnægjandi til þess að verðbréfafyrirtæki sem veita fjárfestingarráðgjöf annars vegar og viðskiptavinir sem taka við henni hins vegar átti sig betur á þeim réttindum og skyldum sem leiða af hugtakinu. Farið er yfir hvað telst vera persónuleg ráðlegging, hugtakið viðskiptavin og hvað falli undir hugtakið fjármálagerning. Heimfærsla framangreindra hugtaksskilyrða yfir á tiltekna háttsemi er forsenda þess að um fjárfestingarráðgjöf sé að ræða. Ritgerðin fer yfir helstu kröfur sem lagðar eru á verðbréfafyrirtæki þegar þau veita fjárfestingarráðgjöf. Rauði þráðurinn í þeim reglum er að veita ráðgjöf sem hæfir viðskiptavini og veita honum réttar og nægjanlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta fjárfestingarákvörðun. Að lokum er rýnt í dómaframkvæmd þar sem deilt er um það hvort fjárfestingarráðgjöf hafi verið ófullnægjandi og tilvikunum er skipt niður í flokka og fjallað um úrlausn dómstóla um það efni. Niðurstaða ritgerðarinnar er að það hvort ráðgjöf sé ófullnægjandi byggist almennt á heildarmati á aðdraganda viðskiptanna, en að jafnaði ber fjárfestingarráðgjafi ábyrgð á því ef ranglega hefur verið lýst yfir að ábyrgð sé takmörkuð með einhverjum hætti.
The term investment advice is defined in Act no. 115/2021 on markets for financial instruments, the essay deals with the term as it appears in case law and the conceptual conditions that must be present in order for certain practice to be considered investment advice. The objective of the essay is to clarify and describe the content of the term and give an account of when advice is deemed to be insufficient so that investment firms that provide investment advice on the one hand and clients who receive it on the other hand, have a better understanding of the rights and obligations that result from the term. It covers what is considered a personal recommendation, the term customer and what is covered by the term financial instrument. Transferring the aforementioned conceptual conditions to specific behavior is a prerequisite for investment advice. The essay reviews the main requirements imposed on investment firms when they provide investment advice. The common thread in those rules is to provide advice that suits the client and to provide him with correct and sufficient information so that he can make an informed investment decision. Finally, case law is reviewed where it is disputed whether investment advice was insufficient, the cases are divided into categories and the court's decision on the matter is discussed. The conclusion of the essay is that whether advice is insufficient is based on an overall assessment of the lead-up to the transaction, but generally the investment advisor is responsible if it has been wrongly declared that liability is limited in some way
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Eggert Aron Sigurðarson - BA Ritgerð.pdf | 408,93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |