is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44585

Titill: 
  • Eru áherslur mótvægisaðgerða í samræmi við vænt umhverfisáhrif?
  • Titill er á ensku Do mitigation measures match the expected environmental impacts in Environmental Impact Assessments?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda var lögleitt á Íslandi árið 1993. Um er að ræða kerfisbundið ferli sem felst í að leggja mat á vænt áhrif framkvæmda á umhverfið með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra eins og kostur er. Með mótvægisaðgerðum er leitast við að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð áhrif framkvæmdanna. Fyrri rannsóknir á mótvægisaðgerðum benda til þess að bæta megi notkun mótvægisaðgerða að ýmsu leyti. Í þessari rannsókn var markmiðið að skoða hvort áherslur mótvægisaðgerða séu í samræmi við vænt umhverfisáhrif framkvæmdanna. Teknar voru fyrir 12 af 29 raflínu- og vegaframkvæmdum sem fóru í umhverfismat á tímabilinu 2006-2022 og þær greindar. Greindar voru þær mótvægisaðgerðir sem voru lagðar til í umhverfismatsskýrslum framkvæmdaraðila, álitum Skipulagsstofnunar og framkvæmdaleyfum sveitarstjórna. Rannsóknin byggir á hugmyndum um forgangsröðun mótvægisaðgerða (e. mitigation hierarchy). Samkvæmt þeim eru þær mótvægisaðgerðir ákjósanlegastar sem koma í veg fyrir neikvæð áhrif framkvæmda, þar á eftir koma þær sem draga úr áhrifunum, því næst eru aðgerðir sem miða að því að lagfæra neikvæðu áhrifin sem framkvæmdin olli. Bætur eru þær aðgerðir sem taldar eru síst ákjósanlegar. Rannsóknin leiddi í ljós að áherslur mótvægisaðgerða eru að ýmsu leyti í ósamræmi við vægi væntra áhrifa. Ekki er skýrt samhengi milli vægis væntra umhverfisáhrifa og gerðar og fjölda þeirra mótvægisaðgerða sem lagðar eru til í umhverfismatinu. Þannig er oft lítill munur á þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til þegar áhrif framkvæmdar eru talin verða lítil eða engin og þegar þau eru talin verða mjög neikvæð. Sömuleiðis taldi Skipulagsstofnun í 14 skipti vænt áhrif neikvæðari en niðurstaða umhverfismatsskýrslu framkvæmdaraðila sagði til um, án þess að lagðar væru til frekari mótvægisaðgerðir eða skilyrði, hvorki í áliti Skipulagsstofnunar né í framkvæmdaleyfi sveitarfélags.

  • Útdráttur er á ensku

    Legislation on Environmental Impact Assessment (EIA) was established in Iceland in 1993. EIA is a systematic process in which the possible environmental effects of planned constructions are examined and predicted, aiming to reduce the negative impacts as much as possible. Mitigation measures are measures with the aim to avoid, reduce or remedy the negative impacts expected. Past studies on mitigation measures in EIA suggest that their use could be improved in many ways. The aim of this research was to see if there is a mismatch between the expected impacts on the environment and the mitigation measures proposed. In this research, 12 of 29 EIAs were assessed, that were made between 2006 and 2022 for road and power line constructions in Iceland. The mitigation measures that were proposed in the proponent's environmental statement (ES), the opinion of the National Planning Agency (Skipulagsstofnun) and the development permits of local authorities, were assessed. The concept of mitigation hierarchy was used to assess the mitigation measures. According to the mitigation hierarchy, measures that aim to avoid negative effects are considered most feasible, then those that reduce the effects, followed by measures that repair the negative effects that the construction caused. Compensation is considered the least feasible measure. The findings suggest some mismatch between the expected impacts and the mitigation measures proposed. There is often little difference between the number and type of the measures proposed when the impact was expected to be small or non, and when the impact was expected to be severe. Furthermore, Skipulagsstofnun came 14 times to the conclusion that the expected impact on a certain environmental component would be more negative than the environmental statement had concluded, without suggesting further mitigation measures, nor did the development permit impose further conditions.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar
Samþykkt: 
  • 31.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44585


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru áherslur mótvægisaðgerða í samræmi við vænt umhverfisáhrif.pdf608,12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf296,15 kBLokaðurYfirlýsingPDF