Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44588
Á verðbréfamörkuðum og heildsöluorkumörkuðum er átt í viðskiptum með fjármálagerninga, vörurnar sem þeir fjármálagerningar grundvallast á eru hins vegar töluvert frábrugðnar hvor annarri. Eftir sem áður þurfa að vera til staðar reglur sem sporna gegn ótilhlýðilegri markaðshegðun sem er til þess fallin að grafa undan skilvirkni markaðarins. Komið var á fót sérstöku regluverki utan um heildsöluorkumarkaði sem nokkurskonar framlengingu á því markaðssvika regluverki sem gildir á verðbréfamörkuðum. Fyrir verðbréfamarkaði innan Evrópusambandsins gildir reglugerð nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR). Um heildsöluorkumarkaði innan aðildarríkja Evrópusambandsins gildir fyrrgreind reglugerð að nokkru leyti, sem og reglugerð nr. 1227/2011 um heilleika og gagnsæi á heildsöluorkumarkaði (REMIT). Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að bera saman bann við innherjasvikum á grundvelli áðurnefndra reglugerða, sérstaklega í ljósi þess að innleiðing REMIT í íslensk lög er á döfinni. Farið er yfir þróun regluverksins fyrir viðkomandi markað með áherslu á þeirri þróun sem átti sér stað á heildsöluorkumörkuðum. Til þess að greina bannið með fullnægjandi hætti er fyrst afmarkað hvað séu innherjaupplýsingar samkvæmt sitt hvorri reglugerð fyrir sig. Báðar gera sambærilega áskilnaði um skilyrði innherjaupplýsinga en einnig koma fram viðbótarskilyrði í REMIT vegna eðlis heildsöluorkumarkaða. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að um innherjasvik sé að ræða eru eðlislík þar sem notkun innherjaupplýsinga er lögð til grundvallar sem forsenda innherjasvika í báðum reglugerðunum. Helstu frávikin eru að finna í undantekningunum. Margar hverjar af þeim undantekningum sem REMIT kveður á um eru sértækar fyrir heildsöluorkumarkaðinn en af orðalagi ákvæðanna má einnig ráða að bannið samkvæmt REMIT sé víðtækara heldur en í MAR. Lítið er um dómafordæmi Evrópudómstólsins og aðildarríkja varðandi beitingu á banni við innherjasvikum á grundvelli REMIT og því er vandasamt að segja til um það hvernig framkvæmd þess sé háttað. Draga má þá ályktun út frá framsetningu og orðalagi bannsins að beiting þess á heildsöluorkumörkuðum samsvari beitingu bannsins sem gildir á verðbréfamörkuðum á grundvelli MAR, þó með hliðsjón af mismunandi eðli markaðanna.
Financial instruments are traded in the securities markets and wholesale energy markets, but the products on which the financial instruments are based, however, are quite different from each other. As before, rules must be in place to prevent inappropriate market behavior that tends to undermine the efficiency of the market. A special regulatory framework was established around the wholesale energy market as a sort of extension of the market abuse regulatory framework that applies to securities markets. Regulation no. 596/2014 on market abuse (MAR) applies to securities markets within the European Union. Regarding the wholesale energy markets within the member states of the European Union, the aforementioned regulation applies to some extent, as well as regulation no. 1227/2011 on wholesale energy market integrity and transparency (REMIT). The main objective of this thesis is to compare the prohibition against insider trading based on the above mentioned regulations, especially in light of the fact that the implementation of REMIT into Icelandic law is in process. The development of the regulatory framework for the relevant market is reviewed, focusing on the development that took place in the wholesale energy markets. In order to adequately analyze the prohibition, it is first defined what constitutes inside information according to each individual regulation. Both make similar reservations about the conditions of inside information, but additional conditions are also stated in REMIT due to the nature of wholesale energy markets. The conditions that must be met for insider trading to have occured are similar in nature, as the use of inside information is considered a prerequisite for insider trading in both regulations. The main deviations are found in the exceptions. Many of the exceptions provided for by REMIT are specific to the wholesale energy market, but from the wording of the provisions it can also be deduced that the prohibition under REMIT is broader than in MAR. There is little judicial precedent from the European Court of Justice and member states regarding the application of the prohibition on insider trading on the basis of REMIT, and it is therefore difficult to say how it is applied. A conclusion can be drawn from the presentation and wording of the prohibition that its application on wholesale energy markets corresponds to the application of the prohibition that applies to securities markets on the basis of MAR, although taking into account the different nature of the markets.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA í lögfræði - lokaskjal.pdf | 1,28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |