is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44589

Titill: 
  • Holdafar íslenskra mjólkurkúa. Áhrif á afurðir, heilsufar og frjósemi
  • Titill er á ensku Body condition score of Icelandic dairy cows. Effect on milk yield, health and fertility
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Geta mjólkurkúa til að safna holdaforða og nýta hann er mikilvægur eiginleiki. Of mikill eða of lítill holdaforði getur hins vegar valdið vandamálum tengdum mjólkurlagni, frjósemi og heilsu. Holdafar kúa er almennt metið með sjónrænni stigun, holdastigun, sem gefur kúm einkunn eftir holdafari frá 1 – 5. Holdafar íslenskra mjólkurkúa hefur ekki verið rannsakað sérstaklega og almenn úttekt á holdastigum kúa hérlendis hefur ekki verið framkvæmd. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var því tvíþætt; annars vegar að fá yfirlit yfir holdastig gripa í íslenskum mjólkurkúahjörðum og breytingar holdastiga yfir mjaltaskeiðið og hins vegar að meta hvort yfirfæra megi erlendar ráðleggingar um æskilegt holdafar á íslenskar aðstæður. Gagnasöfnun fór fram á sjö kúabúum þar sem kýr og kvígur voru holdastigaðar með um mánaðar millibili yfir 12 mánaða tímabil. Samhliða var gögnum um afurðir, heilsufar, frjósemi og þyngd safnað. Yfir tímabilið var 7.762 holdastigsmælingum á 906 gripum safnað. Meðalholdastig íslenskra mjólkurkúa í þessari rannsókn reyndist 3,37. Kýr á 2. mjaltaskeiði reyndust holdrýrari að meðaltali (3,33) en kýr á 1. mjaltaskeiði (3,38) og eldri kýr (3,39). Holdmestar eru kýrnar á geldstöðu (3,50) en lækka hratt í holdum eftir burð. Kýr á 1., 2. og 3+. mjaltaskeiði misstu, í sömu röð, 0,38, 0,45 og 0,61 holdastig eftir burð og náðu lágmarkiþremur, fjórum og sex vikum eftir burð. Eftir að lágmarksholdum er náð fer meðalgripurinn að bæta á sig holdum aftur og gerir það nokkuð stöðugt út mjaltaskeiðið. Kýr með holdastig 3,75 eða meira fyrir burð voru marktækt líklegri til að greinast með sjúkdóma (17%) yfir mjaltaskeiðið en kýr sem holdastiguðust 3,25 – 3,5 fyrir burð (9%). Jákvæð fylgni var á milli holdataps eftir burð og mjólkurlagni á öllu mjaltaskeiðinu (degi 10-300 frá burði) og nam 1,4 – 5,0 kg/dag eftir tímabilum á hvert holdastig sem kýr misstu á fyrstu vikum mjaltaskeiðsins. Holdafar fyrir burð hafði eingöngu áhrif á mjólkurlagni á tímabilinu 51-100 sem nam um 0,9 kg/dag á hvert holdastig fyrir burð.
    Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar þá liggur æskilegt holdastig íslenskra mjólkurkúa á bilinu 3,25 – 3,5 fyrir burð. Æskilegt holdatap á fyrstu vikunum eftir burð liggur á bilinu 0,5 – 0,75 holdastig. Kýr sem misstu 1 holdastig eða meira eftir burð sýndu skerta frjósemi, en minna holdatap hafði neikvæð tengsl við mjólkurframleiðslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The ability of dairy cows to deposit and mobilize energy is important. Body condition of dairy cows has effect on health, fertility, calving performance, milk yield and milk composition. Body condition of dairy cows is commonly assessed with a scoring system from 1 – 5.
    Body condition of Icelandic dairy cows has not been a research subject and advise to farmers regarding body condition of the breed is based on studies on foreign dairy breeds. To get an overview of body condition score of Icelandic dairy cows and its effect on health, fertility and yield 7 dairy farms in Iceland were visited monthly over a 12 month period. All dairy cows on these farms were condition scored and data regarding yield, health, fertility and body weight were also collected. Over the period, 7.762 condition scores of 906 individual cows were collected. The average body condtition score (BCS) of Icelandic dairy cows in the study was 3,37. Cows on 2. lactation had lower BCS (3,33) compared to cows on 1. lactation (3,38) and 3.+ lactation (3,39). The BCS was highest during the dry period (3,50) but decreased rapidly after parturition. Cows on 1., 2. and 3.+ lactation lost on average 0,38, 0,45 and 0,61 BCS and reached the lowest BCS in 3rd , 4th and 6th week after parturation, respectively. Thereafter, body condition of cows on all lactations increased slowly to the end of lactation.
    Cows with BCS of 3,75 or more during the dry period showed increased probability of health problems (17%) compared to cows with BCS 3,25 – 3,5 (9%). Body condition loss affected milk yield across all stages of lactation (day 10 – 300 after parturition). Loss of 1 BCS post partum increased milk yield by 1,4 – 5,0 kg per day depending on lactation stages. Dry period body condition only affected milk yield in the period 51 – 100 days after parturition with a 0,9 kg increase in milk yield per unit BCS. Based on the results of this research, optimal dry period body condition of the Icelandic dairy cow is 3,25 – 3,5 BCS. Optimal body condition loss in the first weeks of lactation is around 0,5 – 0,75 units. Greater loss had negative effect on fertility and lower loss was connected to lower milk yield.

Samþykkt: 
  • 31.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Holdafar íslenskra mjókurkúa. Áhrif á afurðir, heilsufar og frjósemi.pdf34,35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna