is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44591

Titill: 
 • Kyrrstöðuhegðun barna með barnagigt
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Mikil kyrrstöðuhegðun getur haft í för með sér skaðleg áhrif á andlega og líkamlegaheilsu einstaklinga og er hún talin sjálfstæður áhættuþáttur fyrir hinum ýmsu sjúkdómum. Undanfarin ár hefur kyrrstöðuhegðun aukist til muna og benda niðurstöður erlendra rannsókna til þess að börn með barnagigt verji auknum tíma í kyrrstöðu samanborið við jafnaldra án sjúkdóma. Markmið þessarar rannsóknar er að meta tíma varið í kyrrstöðuhegðun hjá börnum með barnagigt á Íslandi.
  Aðferðir: Alls tóku 63 börn þátt, 28 börn með barnagigt og 35 börn í samanburðarhópi. Kyrrstöðuhegðun var mæld með hreyfimælinum ActivPAL sem var á læri þátttakenda í eina viku. Háðar breytur voru tími sem börn vörðu í sitjandi og liggjandi stöðu. Blönduð dreifigreining var notuð við tölfræðiúrvinnslu. Framkvæmdar voru fimm greiningar fyrir mismunandi tegundir kyrrstöðu: heildarkyrrstöðu, svefn, sitjandi, sitjandi í bíl á ferð, ásamt sameiginlegri greiningu á heildarkyrrstöðu og svefni.
  Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar kynjahlutfall, aldur, hæð, þyngd og líkamsþyngdarstuðul. Ekki var marktækur munur milli hópa í tíma varið í „sitjandi stöðu“ (p = 0,500), „sitjandi í bíl á ferð“ (p = 0,054), „heildarkyrrstöðu“ (p = 0,585), „svefn“ (p = 0,063) eða samanlagt í „heildarkyrrstöðu og svefni“ (p = 0,132). Einungis var marktækur munur milli virkra daga og helga í tíma varið í svefn og samanlagt í heildarkyrrstöðu og svefn (p = < 0,001), þar sem börn í báðum hópum sváfu meira um helgar en á virkum dögum. Engin marktæk víxlhrif fundust milli hópa og daga vikunnar fyrir áhrif þeirra á tíma varið í sitjandi stöðu (p = 0,067), kyrrstöðu í bíl á ferð (p = 0,544), heildarkyrrstöðu (p = 0,284), svefni (p = 0,284) eða samanlagðri heildarkyrrstöðu og svefni (p = 0,751).
  Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að börn með barnagigt á Íslandi verji ekki meiri tíma í kyrrstöðuhegðun samanborið við jafnaldra.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: High level of sedentary behaviour is negatively associated with good mental and physical health. It is also considered an independent risk factor for a range of diseases, especially cardiovascular diseases. In recent years, sedentary behaviour has increased significantly and researchers from other countries indicate that children with juvenile idiopathic arthritis (JIA) spend more time in sedentary behaviour compared to controls. The aim of this study was to evaluate sedentary behaviour in children with JIA in Iceland.
  Methods: A total of 63 children participated in the study, 28 children with JIA and 35 children in a control group. Sedentary behaviour was measured with an ActivPAL accelerometer which was attached on the participant’s thighs for seven days. Dependent variables were time spent in sitting and lying positions. A mixed model ANOVA was used for statistical analysis. Five analyses were performed for different types of sedentary behaviour: “total sedentary time”, “primary lying time” (sleep), “sitting time”, “transport time”, and “total sedentary time and primary lying time” combined.
  Results: The groups were comparable in gender ratio, age, height weight and BMI. There were no significant differences between groups in sitting time (p = 0.500), transport time (p = 0.054), total sedentary time (p= 0.585), primary lying time (p = 0.063) or combined total sedentary time and primary lying time (p = 0.132). There was a significant difference between weekdays and weekends for primary lying time and combined total sedentary time and primary lying time (p = < 0.001), where
  children in both groups spent more time sleeping on weekends than on weekdays. However, no interactions were observed between groups and days of the week regarding sitting time (p = 0.067), transport time (p =0.544), total sedentary time (p = 0.284), primary lying time (p = 0.284) or combined total sedentary time and primary lying time (p = 0.751).
  Conclusion: The results suggest that children with JIA in Iceland do not spend more time in sedentary behaviour of any kind compared to controls.

Samþykkt: 
 • 31.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð til meistaragráðu Birta Hafþórsdóttir PDF lokaeintak.pdf3.26 MBLokaður til...30.05.2026HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing Birta Hafþórsdóttir.pdf401.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF