is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44592

Titill: 
 • Þróun spálíkans um tryggð viðskiptavina hjá íslensku tryggingafélagi
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Þessi rannsókn fjallar um tilraun til að þróa spálíkan um tryggð nýrra viðskiptavina vátryggingafélags á Íslandi með aðferðum tvíkosta aðhvarfsgreiningar. Markmið rannsóknarinnar var að greina þá þætti sem tengjast tryggð viðskiptavina og smíða spálíkan sem getur hjálpað vátryggingafyrirtækinu að halda viðskiptavinum sínum ánægðum.
  Rannsóknin var byggð á upplýsingum um viðskiptavini sem höfðu keypt tryggingar af vátryggingafélaginu á árunum 2016 og 2017. Breyturnar sem skoðaðar voru innihéldu upplýsingar um viðskiptavinina sjálfa eins og aldur, búsetu og hjúskaparstöðu ásamt upplýsingum um viðskipti þeirra við vátryggingafélagið eins og tegund trygginga, upphæð iðgjalda og afsláttar. Viðskiptavinir voru metnir við upphaf viðskipta og svo aftur að fimm árum liðnum. Líkanið sem var þróað náði AUC upp á 65,8%.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru að spálíkan með breytunum sem rannsakandi hafði aðgang að er betra í að spá fyrir um trygga viðskiptavini heldur en tilviljanakennd spá og mögulegt er að stilla líkanið þannig að spágeta þess nýtist á hagnýta vegu. Auk þess gefa niðurstöður rannsóknarinnar vísbendingar um að möguleikar séu fyrir tryggingafélög til að nota hagnýtar vélnámsaðferðir til þess að koma í veg fyrir brottfall viðskiptavina.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis presents the development of a logistic regression model that predicts customer loyalty at an Icelandic insurance company. The main objective of this study is to identify the factors that are related to customer loyalty and to develop a predictive model that can potentially help the company identifying those customers that are more likely to become loyal customers.
  The research was conducted using a sample of customers who had purchased an insurance policy from the company during 2016 and 2017. The variables looked at included demographic factors such as age, location, and marital status, as well as insurance-related factors such as the type of policy, amount of premium and discount. Customers were evaluated when they bought their first insurance policy and then again five years later.
  The resulting model included variables that were derived from information about the customers' age, marital status, location, children, nationality, insurance premium amount, discount percentage and type of insurance. The model developed achieved an AUC of 65.8%.
  Overall, the study highlights the factors that contribute to customer loyalty in the insurance industry and demonstrates the potential of logistic regression models for predicting customer behavior. The findings of this research indicate that it is possible to use statistical learning methods to develop effective customer retention strategies and improve insurance companies' overall business performance.

Samþykkt: 
 • 31.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1.33 MBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf234 kBLokaðurYfirlýsingPDF