is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4460

Titill: 
  • Áhrif blóðflögulýsata framleiddum úr útrunnum blóðflögueiningum á fjölgun og sérhæfingu mesenchymal stofnfrumna
Titill: 
  • Effects of platelet lysates manufactured from expired platelet units on proliferation and differentiation of mesenchymal stem cells
Útdráttur: 
  • Mesenchymal stofnfrumur eru ein gerð stofnfrumna sem bundnar eru miklar vonir við að hægt sé að nota í vefjaverkfræði og frumumeðferðum. Til að hægt sé að nota þessar frumur í læknisfræðilegri meðferð þarf að taka fyrir hvernig best sé að einangra þær og fjölga. Í flestum tilvikum verða frumur að vera ræktaðar með sermi sem er einangrað úr dýrum og vaxtarþáttum sem eru framleiddir með erfðabreyttum bakteríum. Þetta býður upp á smithættu í læknisfræðilegri meðferð þar sem kálfasermi gæti innihaldið sýkjandi agnir t.d. veirur og prion. Af þessum sökum hafa vísindamenn leitað að öðrum leiðum til að rækta frumur, til læknisfræðilegra meðferða, sem ekki styðjast við dýraafurðir. Til dæmis hefur verið reynt að nota sermislaus æti eða æti sem innihalda mennskt sermi eða blóðflögulýsöt.
    Tilgangur þessarar ritgerðar og verkefnis var að skoða möguleikann á því að notast við blóðflögulýsöt unnin úr útrunnum blóðflögum til að fjölga MSC frumum og skoða áhrif þess á svipgerð þeirra, sérhæfingarmöguleika og starfsemi.
    Við sýnum hér fram á að MSC frumum má fjölga með blóðflögulýsati unnu úr útrunnum blóðflögum og að þetta hefur ekki neikvæð áhrif á svipgerð þeirra eða sérhæfingarmöguleika. Við getum ekki fullyrt að það sé betra að fjölga MSC frumunum með blóðflögulýsati unnu úr útrunnum blóðflögum fram yfir það að fjölga þeim með sérvöldu kálfasermi en við höfum vísbendingar um að það gefi betri bein- og fitusérhæfingar. Næstu skref verða að kanna nánar áhrif blóðflögulýsata unnu úr útrunnum blóðflögum á sérhæfingarmöguleika og starfsemi MSC frumnanna auk þess að finna út hvaða þættir það eru í lýsötunum sem ráða þessum áhrifum.

Samþykkt: 
  • 25.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð_oes.pdf6.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna