Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44640
On-call duty is a form of shift work that is becoming more common as more industries offer 24-hour services. Previous research has shown that on-call duty can have a negative impact on many aspects of an employee's life because it disrupts sleep, resulting in physical, mental, cognitive, and behavioural symptoms. This study focused on flight attendants to determine if their on-call duties had a negative impact on their work performance due to potential sleep disturbances and a tendency to experience sleep inertia, a state between sleep and wakefulness characterised by symptoms of decreased concentration, poor performance, and a desire to sleep. A total of 213 flight attendants completed a survey on their experiences as on-call employees. Results show that 50,2% of participants felt that on-call duty had a moderate effect on their daily lives. In addition, 60,1% of participants reported becoming irritable while working an on-call shift, 46% reported difficulty sleeping the night before an on-call shift, and 78,6% reported that the symptoms they experienced while on-call worsened if assigned to on-call duty multiple days in a row. It is essential to know the effects of on-call since these factors could have an impact on both work performance and passenger safety.
Keywords: on-call, flight attendants, work performance, sleep inertia
Vegna ört vaxandi framboðs atvinnugreina sem bjóða upp á sólarhringsþjónustu er bakvakt að verða algengara form af vaktavinnu. Rannsóknir hafa sýnt að svefnraskanir vegna bakvaktar geta haft áhrif á margvíslega þætti daglegs lífs og leitt til breytinga á líkamlegum-, andlegum-, vitsmunalegum- og hegðunarlegum einkennum hjá starfsmönnum. Rannsókn þessi beindist að flugliðum með það markmið að athuga hvort bakvaktir hafa neikvæð áhrif á frammistöðu í starfi vegna mögulegra svefntruflana ásamt tilhneigingu til að upplifa svefndrunga, tímabil milli svefns og vöku sem einkennist af dvínandi einbeitingu, lakari frammistöðu og löngun til þess að halda áfram að sofa. Svör fengust frá 213 flugliðum úr spurningakönnun varðandi upplifun þeirra á bakvöktum. Niðurstöður sýndu að 50,2% þátttakenda töldu bakvakt hafa sæmileg áhrif á daglegt líf, 60,1% þátttakenda upplifðu ergelsi meðan á bakvakt stendur, 46% áttu í erfiðleikum með svefn fyrir bakvakt og 78,6% töldu upplifuð einkenni verða meiri ef þau fá úthlutaðar nokkrar bakvaktir í röð. Það er því mikilvægt að vita mögulegar afleiðingar af því að starfa á bakvakt þar sem þessir þættir gætu haft áhrif á bæði öryggi starfsmanna og farþega.
Lykilhugtök: bakvakt, flugliðar, frammistaða í starfi, svefndrungi
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc - Berglind Þóra Bragadóttir.pdf | 406.43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |