is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44646

Titill: 
  • Saga vísinda í eðlisfræðikennslu. Hvernig má nýta sögu rafsegulfræði í kennslu á rafsegulbylgjum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Saga vísinda er endalaus uppspretta sem hefur þann kost að vekja áhuga nemenda og gefa raunsærri mynd af vísindum. Eðlisfræðikennsla færir nemendum þekkingu á hegðun fyrirbæra en vitneskja um þróun vísinda er einnig mikilvæg. Með sögu vísinda má endurvekja ferlið sem leiddi að þeim hugtökum og kenningum sem unnið er með í dag. Vísindi eru í sífelldri þróun og það er þörfin til að breyta og uppfæra ríkjandi hugmyndir sem fleytir þekkingu áfram. Skilningur á hugtökum og kenningum krefst skilnings á því hvernig þekking hefur þróast. Segja má að saga vísinda sé forsenda þess að skilja tækni nútímans.
    Saga vísinda er lítið nýtt eða afbökuð í eðlisfræðikennslu. Lítið er rætt um sögulega þróun greinarinnar og oftast aðeins um árangursríkar aðferðir og kenningar sem hafa staðist tímans tönn. Vísindum fylgja stórkostlegar uppgötvanir en einnig takmarkanir á hverjum tíma. Áskoranir sem mæta vísindafólki eins og rangar kenningar, ónákvæmar athuganir eða forhugmyndir geta haldið aftur af þróun. Lærdómur sem er dreginn af mistökum og rökræður innan vísindasamfélagsins eru hins vegar af hinu góða. Innleiðing sögu vísinda í kennslu ýtir undir gagnrýna hugsun enda mikilvægt að nemendur í raungreinum fái þjálfun í að efast um forsendur. Niðurstöður einar og sér virka marklausar en sögulegt samhengi hjálpar til að meta vísindalegar kenningar. Leiðin til þróunar er sjaldan augljós og samfélagsleg áhrif á þróun vísinda eru margvísleg.
    Ávinningur af því að innleiða sögu í eðlisfræðikennslu er hér kannaður og saga rafsegulfræði fram að uppgötvun rafsegulbylgja rakin. Nokkrar leiðir til að innleiða sögu vísinda í kennslu á rafsegulbylgjum eru kynntar.

Samþykkt: 
  • 1.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf741,16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_Skemma_20230601_0001.pdf437,67 kBLokaðurYfirlýsingPDF