Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44650
Ritgerð þessi fjallar um þróun viðskiptasambands Íslands og Þýskalands þar sem byrjað er á því að stikla á stóru um efnahagssögu beggja landa og greint frá menningarmun þeirra þar sem rætt er um kenningu Hofstede um menningarvíddir og mismun á milli landanna tveggja samkvæmt henni. Gerð verður PESTEL - greining þar sem fjallað er um ytri markaðsumhverfi skipulagsheilda í Þýskalandi. Umfjöllun verður á efnahagssögu Þýskalands í kringum aldamótin 1900, þar sem „das Wirtschaftswunder“ og uppbygging efnahagslífs Þýskalands eftir hörmungarnar í seinni heimsstyrjöldina kemur við sögu en áhersla er lögð á viðskiptasambandið eftir að Þýskaland varð skipt í alþýðulýðveldi í austri og sambandslýðveldi í vestri þann 23. maí árið 1949. Markmið ritgerðarinnar er að varpa skýrara ljósi á viðskiptasambandið, sögu þess og mikilvægi góðra samskipta. Sem fjórða stærsta hagkerfi í heimi og það stærsta í Evrópu, skiptir ræktun viðskiptasambands á milli Íslands og Þýskalands miklu máli fyrir efnahag Íslands þar sem Þýskaland hefur verið eitt mikilvægasta viðskiptasamband Íslendinga í áraraðir og kemur að góðum notum fyrir Þjóðverja. Þjóðverjar eru skipulagðir, virða gildi tímastjórnunar, og eru duglegir að fara eftir reglum og vinna innan þess ramma sem þeim er gefinn. Þessi gildi gætu verið gjöful markmið sem Íslendingar gætu tamið sér.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 619.59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_230601_105103.pdf | 151.58 kB | Lokaður | Yfirlýsing |