is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44653

Titill: 
  • Eðlisfræðivefurinn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ásamt námsvefnum Eðlisfræðivefurinn – Námsefni í rafsegulfræði á framhaldsskólastigi, https://edlisfraedi.com, er lokaverkefni til M.S.-prófs í menntun framhaldsskólakennara. Eðlisfræðivefurinn er vefsíða sem inniheldur námsefni í rituðu máli og myndbönd sem notuð eru í kennslu og námi. Vefsíðan inniheldur einnig verkefni sem hægt er að vinna eftir áhorf myndbandanna. Markmið verkefnisins er að búa til rafrænt námsefni sem hentar í eðlisfræðikennslu á framhaldsskólastigi. Eðlisfræðivefurinn var unnin af höfundi og efnisinnihald aðallega þýtt úr 7. útgáfu bókarinnar Physics, Principles with Applications eftir Douglas C. Giancoli. Verkefni, dæmi og tilraunir voru ýmist þýdd úr sömu bók, búin til af höfundi og/eða í samvinnu við fyrrverandi samkennara. Námsvefurinn hefur margþætta eiginleika sem styðja kennara í fjölbreyttum kennsluháttum og ýtir undir nemendamiðað nám. Ritgerð þessi er greinargerð um námsvefinn. Kannað er námsefni sem íslenskir framhaldsskólar styðjast við í eðlisfræðikennslu og uppsetningu þess. Fjallað verður um megintilgang námsvefjarins, efnisval hans, efnistök, kennsluhætti sem hann styður og hugmyndir að fjölbreyttum kennsluaðferðum innan námsefnisins.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 1.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - Vera.pdf225.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf582.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF