Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/44655
The Holuhraun eruption of 2014-2015 was the largest volcanic eruption in Iceland
in 230 years. During the eruption, the subglacial Bárðarbunga caldera collapsed,
caused by the emptying of its magma chamber. The resultant deformation was mon-
itored through a variety of geophysical techniques, revealing a ∼ 62 m deep surface
depression in the ice. Such collapses are rare and seldom recorded instrumentally.
However, the direct measurement of subglacial crustal deformation is challenging as
it is largely obscured by overlying ice motion. To investigate post-eruptive behaviour
in the period 2017-2022, interferometry and field techniques are used to calculate
the ice-volume balance of the caldera. The line-of-sight signal derived from one-day
interferograms is resolved into the horizontal ice surface velocity. The ice volume
leaving the caldera is calculated using a series of flux gates. The volume budget of
the study area indicates an overall ice volume loss of -0.35 ± 0.11 km3 unattributed
to flux out of the caldera, changes in surface elevation or surface mass balance. Since
previous studies have identified signs of uplift in the caldera floor, this unaccounted
for volume is attributed to significant melting at the bed, requiring approximately
680 ±220 MW of power is required to sustain sufficient melting. Of this, 210 ±100
MW is attributed to the cauldron on the south-eastern rim, BB-03. These derived
powers represent an underestimate of the geothermal power at the bed and these
results do not exclude the potential for uplift of the caldera floor. A further 80
MW would be required for 1m of uplift over the five year period. These results and
other observations are considered in relation to previous estimates of Bárðarbunga’s
geothermal power.
Gosið í Holuhrauni var það stærsta á Íslandi í 230 ár. Á meðan gosinu stóð seig gólf
Bárðarbunguöskjunnar, vegna tæmingar kvikuhólfsins þar undir. Við lok gossins
hafði myndast 62 m djúp lægð í jökulyfirborðið af þeim sökum. Slík öskjusig eru
sjaldgæf og fá dæmi um að slíkir atburðir hafi verið vaktaðir með mælingum með
sama hætti og í Holuhraunsgosinu. Vegna jöklulsins sem hylur öskjuna og hnígur
og skríður undan eigin þunga er erfitt að gera beinar mælingar á hreyfingu jarðsko-
rpunnar þar undir eftir gosið. Til að kanna hvað hefur gerst á tímabilinu 2017-2022
var ísrúmmálsbússkapur öskjunnar rannsakaður út frá fjarkönnun og feltmælingum.
Bylgjuvíxlmyndir sem gefa dagshreyfingu jökulsins í átt að gervitungli (Cosmos-
Skymed) voru notaðar til að greina lárétta hreyfingu jökulyfirborðs og nýttar til að
skorða flæði jökulíss útúr öskjunni austanverðri. Greining á rúmmálsbússkap gefur
til kynna rúmmálstap upp á 0.35±0.11 km3 sem ekki er hægt að skýra þegar tekið
er tillit til ísflæðis út úr öskjunnni, yfirborðshæðabreytinga og yfirborðsafkomu. Þar
sem aðrar rannsóknir hafa gefið til kynna að eldfjallið sé að þenjast út og öskjusig
því ólíklegt, er ályktað að þetta tap sé út af botnbráðnun vegna jarðhita upp á um
680 ± 220 MW. Af því er um 210 MW ± 100 tengt katli BB-03 nærri suðaustur
brún öskjunnar, en svæði sem katlar á vestur- og suðurbrún öskjunnar hafa áhrif
á eru ekki meðtalin ofnangreindum gildum á rúmmálstapi og afli. Ef gólf öskjun-
nar var að rísa 2017-2022, er heildarafl þess svæðis sem hér er rannsakað vanmetið
um 80 MW fyrir hvern 1 m af risi yfir þetta 5 ára tímabil. Þessar niðurstöður
eru skoðaðar í samhengi við fyrri rannsóknir á jarðhita í Bárðarbungaöskjunni eftir
Holuhraunsgosið.
vi
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Thesis.pdf | 55,25 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Enska_Skemman_Declaration_Form_Hakan.pdf | 278,81 kB | Locked | Declaration of Access |