Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44666
Geðræn vandamál eru algeng í nútímasamfélagi og hafa þau áhrif á líf milljóna manna. Hefðbundnar meðferðir líkt og lyfja,- og sálfræðimeðferðir hafa reynst árangursríkar gegn ýmsum geðröskunum. Á undanförnum árum hefur þó ávinningur hreyfingar og óhefðbundinna meðferða orðið meira áberandi í geðheilbrigðismálum. Hreyfing hefur endurtekið sýnt fram á að sporna gegn líkamlegum og andlegum kvillum auk þess að bæta vellíðan. Þessi rannsókn miðar að því að skoða áhrif framhaldsnámskeiðs Sigrum streituna á einkenni þunglyndi, kvíða, streitu og svefngæða. Úrtak rannsóknarinnar samanstendur af 25 þátttakendum á aldursbilinu 31 til 59 ára sem svöruðu spurningalistum um einkenni þunglyndis, kvíða, streitu og upplifuð svefngæði. Framhaldsnámskeið Sigrum streituna er þriggja mánaða námskeið sem felur í sér blöndu af ýmiskonar hreyfingu, öndunaræfingum, núvitund og fræðslu. Hreyfing er grundvallarþáttur námskeiðsins og hefur hún áhrif á sálfræðilega og lífeðlisfræðilega þætti sem bæta almenna heilsu og vellíðan. Rannsóknin leiddi í ljós að framhaldsnámskeið Sigrum streituna dregur úr einkennum þunglyndis, kvíða, streitu og eykur svefngæði. Þessar niðurstöður gefa til kynna að framhaldsnámskeiðið Sigrum streituna er gagnlegt inngrip til að bæta andlega heilsu og veita þátttakendum heildstæða nálgun á heilsu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð_sigrumstreituna.pdf | 1.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_Anna_Einar.pdf | 56.7 kB | Lokaður | Yfirlýsing |