Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44669
Stýrð kennsla Engelmanns og Fimiþjálfun eru raunprófaðar kennsluaðferðir sem miðast að því að hjálpa nemendum að ná auknum árangri í námi. Aðferðirnar tryggja nauðsynlega færni með hnitmiðuðum aðferðum þar sem þekking er kennd á skýran og einfaldan máta. Fjöldi rannsókna hafa verið framkvæmdar á kennsluaðferðunum og þær sýnt fram á góðan árangur. Stýrð kennsla fer eftir fyrirfram ákveðnu handriti sem felur í sér vandlega skipulagðar kennslustundir sem innihalda verkefni í samræmi við færni nemenda. Þar er lögð áhersla á skýr fyrirmæli, tafarlausa endurgjöf og er frammistaða nemenda metin jafnóðum. Fimiþjálfun er notuð til þess að þjálfa færni nemenda í ákveðnum verkefnum með áherslu á tíðni réttrar svörunar þar sem miðast er við áreynslulausa, hraða og nákvæma svörun. Fimiþjálfun hefur reynst vel sem bæði kennslu- og matstæki á framvindu nemenda og samhliða stýrðri kennslu en aðferðin kemur ekki í stað annarra kennsluaðferða. Markmið rannsóknarinnar var að bæta lestrarfærni þátttakanda með stýrðri kennslu og fimiþjálfun yfir 5 vikna tímabil. Við upphaf inngrips sýndi þátttakandi ekki fulla færni í lestri ýmissa orða. Niðurstöður sýndu fram á árangur kennsluaðferðanna þar sem færni þátttakandans jókst í öllum orðflokkum. Þar með er hægt að draga þá ályktun að stýrð kennsla og fimiþjálfun hafi verið árangursríkt inngrip sem og aukið lestrarfærni þátttakanda.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BS Ritgerð .pdf | 929,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Skemman-yfirlysing.pdf | 188,46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |