Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44675
Orðleysupróf (e. non-word repetition test) hafa víða verið notuð erlendis í rannsóknum og klínísku starfi til að skima eftir vanda barna á málsviði. Rannsóknir hafa verið samhljóða um það að prófin séu árangursrík til aðgreiningar á börnum með og án málþroskaraskana. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að meta próffræðilega eiginleika á nýju íslensku orðleysuprófi til að skima eftir frávikum í málþroska barna. Tvö úrtök voru notuð í rannsókninni, annað fyrir þriggja til tæplega fjögurra ára og hitt fyrir fjögurra til sex ára. Í yngri hópnum voru samtals 41 barn, þar af voru 19 drengir og 22 stúlkur. Í eldri hópnum voru samtals 87 börn, þar af voru 48 drengir og 39 stúlkur. Mismunandi útgáfur orðleysuprófsins voru lagðar fyrir úrtökin. Meginniðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að atriðasafn prófsins hafi viðunandi próffræðilega eiginleika. Með atriðagreiningu var hægt að stytta atriðasafn prófsins án þess að hafa neikvæð áhrif á áreiðanleika þess. Flækjustig atriða voru háð atkvæðafjölda og samsetningu þeirra. Þriggja til fimm atkvæða orðleysur reyndust börnum þyngst. Heildarfjöldi stiga var stígandi milli aldursbila, með hækkandi aldri jókst fjöldi réttra svara.
Efnisorð: Málþroski, hljóðvitund, orðleysur, bullorð
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_Skemman.pdf | 433.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni.pdf | 7.28 MB | Lokaður | Yfirlýsing |