is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44677

Titill: 
  • Kynjamunur á tengslum leikskólabarna við náttúruna
  • Titill er á ensku Gender differences among young children's nature connectedness
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Sýnt hefur verið fram á ýmsa kosti þess að upplifa tengsl við náttúruna, bæði fyrir einstaklinga og umhverfið. Góð náttúrutengsl tengjast betri líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan, og ýta auk þess undir umhverfisvæna hegðun. Tengsl barna við náttúruna spá einnig fyrir um síðari viðhorf og hegðun í náttúrulegu umhverfi og eru því mikilvægt rannsóknarefni. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða náttúrutengsl meðal barna á leikskólaaldri. Athyglin beindist að þremur þáttum sem eru í brennidepli á því æviskeiði; samkennd með náttúrunni, skynjun á náttúrunni og hugræn tengsl við náttúruna. Meginspurningin snerist um hvort kynjamunur kæmi fram á þessum undirþáttum. Í samræmi við fyrri rannsóknir var búist við að stúlkur mældust með sterkari samkennd með náttúrunni en drengir, en að enginn kynjamunur kæmi fram á öðrum undirþáttum. Þátttakendur voru 129 íslensk leikskólabörn á aldrinum 4 til 5 ára sem sóttu sex mismunandi leikskóla á Íslandi. Lögð var fyrir nýlega þróuð spurningakönnun sem nefnist Nature connectedness picture- based survey (NC-PBS). Óháð t-próf leiddi í ljós að hvorki var marktækur kynjamunur á heildarskorun NC-BPS né á undirþáttum náttúrutengsla. Tilgátur rannsóknarinnar voru því aðeins studdar að hluta. Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvæg fyrstu skref í að skilja eðli og þróun náttúrutengsla hjá ungum börnum, en það svið hefur hingað til lítið verið rannsakað hvort sem er á heimsvísu eða á Íslandi. Því er takmörkuð þekking til um viðfangsefnið og þess vegna mikilvægt að skoða alla mögulega þætti sem gætu haft áhrif á tengslin.

Samþykkt: 
  • 2.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-lokaskil.pdf317.62 kBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
yfirlysing.pdf97.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF